fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Tveggja og hálfrar klukkustundar líkamsrækt á viku getur dregið úr líkunum á að fá COVID-19

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. september 2022 20:00

Mynd:EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Regluleg líkamsrækt getur dregið úr líkunum á að smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Lengi hefur verið vitað að hreyfing dregur úr líkunum á alvarlegum veikindum því hún styrkir ónæmiskerfið. Daily Mail segir að nú telji vísindamenn að það að halda sér í formi geti komið að gagni við að bægja sýkingum frá líkamanum.

Rannsóknin byggist á greiningu á rúmlega tíu alþjóðlegum rannsóknum. Niðurstaðan var að 150 mínútna hreyfing, hið minnsta, með hæfilegri ákefð, til dæmis með rösklegri göngu eða dansi, dró úr líkunum á að smitast af kórónuveirunni um 11%.

Sömu áhrif sáust þegar fólk stundaði 75 mínútna kröftuga hreyfingu í viku hverri, undir þetta falla hlaup, sund, knattspyrna og fleiri íþróttir.

Fólk sem stundaði reglulega líkamsrækt var í 43% minni hættu á að deyja eða veikjast alvarlega af kórónuveirunni en þeir sem ekki stunduðu reglulega líkamsrækt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu