fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Pressan

Var vakin af þremur löggum í svefnherberginu – „Ég mun ekki sofa rótt í langan tíma“

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 15:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir að nafni Ashley var á dögunum vakin af þremur lögreglumönnum sem tilkynntu henni að tveggja ára gamall sonur hennar hefði fundist fyrir utan húsið. Ashley segir frá þessu í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok en Daily Star fjallaði um málið.

Síðastliðinn fimmtudag hafði Ashely farið að sofa eftir að hún var búin að svæfa son sinn. „Ég opnaði hurðina, sá hann í rúminu, hann var í fullkomlega góðu lagi,“ segir hún en þetta var um klukkan átta að kvöldi til. Hún segist svo hafa kíkt aftur inn til hans áður en hún sofnaði.

Þegar klukkan var um korter í tvö að nóttu til var Ashley svo vakin upp af þremur lögreglumönnum sem stóðu yfir henni í svefnherberginu. Hún segir lögreglumennina hafa lýst vasaljósi á hana og sagt hvaðan þeir væru. „Við fundum barn í garðinum þínum, hann var grátandi, öskrandi og kaldur. Við erum með hann í sjúkrabíl,“ segir hún að lögreglan hafi sagt við sig.

„Ég var vakin upp af værum svefni, hleyp inn í herbergi sonar míns og finn hann ekki. Þá hleyp ég niður stigann, fer út á tánum og ennþá í náttfötunum, í engri kápu og hleyp niður götuna til að finna son minn.“

Sjúkrabílnum hafði verið lagt neðar í götunni til öryggis, ef ske kynni að ungi drengurinn væri að reyna að flýja ofbeldi á heimilinu sínu. Ashley hefur þó náð að útskýra hvað gerðist því hún fékk son sinn aftur og hún fullyrðir að hann sé í góðu lagi núna. Henni líður hins vegar ekki vel.

„Mér líður eins og ég sé versta móðir sögunnar en það er í lagi með hann. Hann er fullkomlega heilbrigður, öruggur og góður. En ég mun ekki sofa rótt í langan tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trúarleiðtogi ætlaði að kvænast dóttur sinni -„Guð vildi lagfæra líkama þeirra og setja meyjarhaftið aftur á sinn stað“

Trúarleiðtogi ætlaði að kvænast dóttur sinni -„Guð vildi lagfæra líkama þeirra og setja meyjarhaftið aftur á sinn stað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kirstie Alley er látin

Kirstie Alley er látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk óttast að vera ráðinn af dögum – „Það er ekki svo erfitt að drepa einhvern ef maður vill það“

Elon Musk óttast að vera ráðinn af dögum – „Það er ekki svo erfitt að drepa einhvern ef maður vill það“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af

Flugferðin breyttist í algjöra martröð – Juliane hrapaði úr 3,2 km hæð og lifði af