fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Skerum kjötneyslu niður í tvo hamborgara á viku til að bjarga jörðinni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 29. október 2022 18:00

Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Draga ætti úr kjötneyslu þannig að hún verði sem svarar til tveggja hamborgara á mann á viku í þróuðu ríkjum heims. Einnig þarf að bæta almenningssamgöngur sex sinnum hraðar en nú er gert ef takast á að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinganna.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar, State of Climata Action 2022, sem The Guardian fjallar um. Fram kemur að einnig þurfi að draga úr skógareyðingu og draga þurfi úr notkun kola sex sinnum hraðar en nú er gert. Þungaiðnaður á borð við sementsframleiðslu og stálframleiðslu fer of hægt í að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og það verður að halda áfram hraðri uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa og skipta yfir í rafbíla.

Í rannsókninni voru 40 mælikvarðar, sem eru lykillinn að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir 2030 til að tryggja að meðalhitinn hækki ekki um meira en 1,5 gráður, skoðaðir. Rétt rúmlega helmingur þeirra var fjarri áætlun og fimm stefna í ranga átt.

Mestar áhyggjur vekur notkun gass en hún hefur farið hratt vaxandi þegar ætti að draga úr henni. Framleiðsla stáls vakti einnig miklar áhyggjur þar sem ekki hefur verið nóg gert í að innleiða nýjustu tækni við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun einkabíla er einnig áhyggjuefni sem og skógareyðing og losun frá landbúnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“