fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Kennari sagður hafa drepið nemanda sinn vegna stafsetningarvillu

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 28. september 2022 12:30

Til vinstri: Nikhil Dohre - Til hægri: Mynd úr safni/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Indlandi leitar nú að kennara sem sakaður er um að hafa barið nemanda sinn til dauða vegna stafsetningarvillu. Nikhil Dohre hét nemandinn sem um ræðir en kennarinn á að hafa barið hann með priki og sparkað í hann þar til hann missti meðvitund. Dohre á að hafa skrifað orðið „social“ vitlaust á prófi samkvæmt skýrslu sem faðir hans gaf lögreglunni.

Dohre, sem var aðeins 15 ára gamall, lést á mánudaginn vegna áverkanna sem hann hlaut við barsmíðar kennarans. Dohre var hluti af Dalit stéttinni, neðstu stétt stéttasamfélagsins á Indlandi, en samkvæmt Rishi Kumar, frænda Dohre, hyllir kennarinn þeim er koma úr efri lögum samfélagsins.

„Hann er á flótta en við munum handtaka hann fljótlega,“ segir lögreglumaðurinn Mahendra Pratap Singh í samtali við AFP.

Hundruðir manna komu saman á mánudaginn í kjölfar þess sem það frétti af dauða Dohre og mótmælti. Kröfur mótmælenda eru þær að kennarinn verði handtekinn áður en lík drengsins verður brennt. Um það bil 12 voru handtekin á mótmælunum sem fóru ekki að öllu fram með friðsamlegum hætti en mótmælendur kveiktu til að mynda í lögreglubíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu