fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Selenskí krefst ferðabanns

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu segir að ef Rússar innlimuðu meira landsvæði af Úkraínu ættu Vesturlönd að banna ferðalög rússneska ríkisborgara til þeirra. Þetta sagði Selenskí í viðtali við Washington Post. Rússnesk yfirvöld hafa ýjað að því að þau muni halda svokallaðar „innlimunarkosningar“ á Kherson og Zaporizhzhia svæðunum þann 11. september næstkomandi. Þó að aðeins örfáar þjóðir myndu viðurkenna yfirráð Rússa á svæðunum myndi það gera valdamönnum í Kreml það kleyft að lýsa gagnárásum Úkraínumanna sem árásum á rússneskt landsvæði. Selenskí hefur áður sagt að þessar „gervikosningar“ myndu draga úr líkum þess að samkomulag um vopnahlé muni nást.

Rússneskum ríkisborgurum er frjálst að sækja um vegabréfsáritun á Vesturlöndum. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa lofað því að svara fyrir tilhugaðar innlimanir Pútíns en margir ráðamenn þar í landi telja ferðabann róttækan og mögulega skaðlegan kost.

„Viljið þið ekki þessa einangrun?“ spurði Selenskí og ávarpaði þá rússnesku þjóðina. „Þið segið öllum heiminum að hlýða ykkar boðum og bönnum. Farið þá og búið þar. Þetta er eina leiðin til að hafa áhrif á Pútín.“

Nágrannaþjóðir Úkraínu hafa þegar tekið undir þessa hugmynd, meðal annars leiðtogar í Lettlandi og Eistlandi, greindi BBC frá. Á mánudaginn sagðist forsætisráðherra Finnlands Sanna Marin einnig vera hlynnt slíku banni. „Það er ekki rétt að á meðan Rússar bera ábyrgð á grimmu stríði í Evrópu geti almennir Rússar lifað eðlilegu lífi, ferðast um Evrópu, verið ferðamenn,“ sagði hún.

Fulltrúi Kremlsins Dmitrí Peskov sagði við Moscow Times að „allar tilraunir til að einangra Rússa eða Rússland hjálpi engum.“ Forsætisráðherra Rússlands fyrrverandi Dmitrí Medvedev bar Selenskí saman við Hitler fyrir að segja að öll rússneska þjóðin beri ábyrgð á ákvörðunum leiðtoga hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?