fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Hann framdi eitt hrottalegasta morð síðari tíma á Norðurlöndunum – Á miðvikudaginn mætti hann örlögum sínum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 06:04

Nerijus Bilevicius

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. júní 2015 lauk Lisa Holm, 17 ára,  vaktinni sinni á kaffihúsi í Blomberg í miðhluta Svíþjóðar. Þegar hún var nýlögð af stað heim réðst Nerijus Bilevicius, 35 ára, á hana. Í hlöðu nærri kaffihúsinu myrti hann Lisa á hrottalegan hátt.

Hann límdi yfir munn hennar og nef og hengdi hana síðan, með því að draga hana upp í loft, með bláum kaðli. Þegar hún var dáin flutti hann lík hennar í skúr sem var nokkra kílómetra frá hlöðunni. Þar tróð hann líki hennar inn í 24 cm háan skáp.

Næstu daga leituðu sjálfboðaliðar og lögreglan að Lisa. Lík hennar fannst 12. júní.

Lisa Holm. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bilevicius var handtekinn þetta sama kvöld. Á handleggjum hans voru greinilegir áverkar sem bentu til að Lisa hefði veitt mótspyrnu áður en hún var drepin. Hann neitaði sök en DNA varð honum að falli því DNA úr honum fannst á fatnaði Lisa og kaðlinum sem hann notaði til að hengja hana.

En nú hefur Bilevicius mætt skapara sínum því á miðvikudaginn var hann drepinn í litháísku fangelsi  þar sem hann afplánaði ævilangan dóm fyrir morðið á Lisa. Aftonbladet skýrir frá þessu.

Hann afplánaði dóm sinn í öryggisfangelsi í Svíþjóð þar til 2017 þegar hann var fluttur í Marijampole fangelsið í Litháen. Þar lenti hann í deilum á miðvikudaginn sem enduðu með að hann var stunginn í hálsinn með heimagerðum hníf. Það var annar fangi, sem afplánar lífstíðardóm, sem stakk hann. Sá heitir Robert Raulyn en hann var dæmdur fyrir að hafa myrt móður sína og stjúpföður og fyrir að nauðga barni.

Bilevicius lést á leiðinni á sjúkrahús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum