fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Hættulegustu staðirnir í heimshöfunum – Hér deyja dýr samstundis

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. júlí 2022 18:00

Mynd: Guðfinna Berg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn fundu nýlega „saltvatnslaug“ í Rauða hafinu sem er á milli Arabíuskaga og Afríku. Þessi saltvatnslaug er á miklu dýpi. Saltvatnslaugar eru mjög sölt lög þar sem ekkert súrefni er. Þessi lög safnast saman á hafsbotni, nánast sem vötn.

Live Science skýrir frá þessu. Aðeins er vitað um þrjú höf þar sem svona saltvatnslaugar er að finna. Það er í Mexíkóflóa, Miðjarðarhafi og Rauða hafinu. Nýfundna svæðið er undan strönd Sádi-Arabíu.

Saltvatnslaugar eru meðal öfgafyllstu náttúrsvæðanna hér á jörðinni því ekkert súrefni er í þeim. En svo ótrúlegt sem það nú er þá þrífst líf í þeim því þar lifa örverur sem geta lifað við öfgafull skilyrði. Þetta gerir saltvatnslaugar að mjög áhugaverðu rannsóknarefni.

„Núverandi skilningur okkar er að lífið á jörðinni hafi átt uppruna sinn á djúpsævi, næstum örugglega við skilyrði þar sem ekkert súrefni var,“ sagði Sam Purkis, prófessor við University of Miami og einn höfunda rannsóknarinnar, í samtali við Live Science.

Hann sagði að saltvatnslaugar væru frábær hliðstæða við aðstæður eins og þær voru á jörðinni áður fyrr. Það að rannsaka umhverfi af þessu tagi opni á möguleikann á að fá innsýn í þau skilyrði sem voru til staðar þegar líf myndaðist og geti hugsanlega leiðbeint okkur í leitinni að lífi á öðrum „vatnaveröldum“ í sólkerfinu okkar og fjær.

Rannsóknin varpar einnig ljósi á annað athyglisvert mál sem er að við saltvatnslaugarnar halda ákveðnar fisktegundir, rækjur og áll til því þar er hægt að fá fyrirhafnarlitla máltíð. Ástæðan er að það kemur fyrir að óheppin dýr fara inn í þessar saltvatnslaugar þar sem þau drepast samstundis af súrefnisskorti. Þegar hræ þeirra fljóta út aftur er komin góð máltíð.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Communications Earth and Environment.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu