fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Kínverjar vara við – Örugg leið í dauðann

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 08:00

Kínverskir hermenn en Kínverjar eru ágengir við Taívan þessi misserin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn ávarpaði Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, ráðstefnu í Singapúr. Óhætt er að segja að hann hafi verið harðorður og ekki gert neitt til að draga úr spennunni sem ríkir í Asíu varðandi ýmis mál sem Kínverjar tengjast.

Hann sagði meðal annars að Kínverjar muni gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að Taívan lýsi yfir sjálfstæði. Kínverska kommúnistastjórnin lítur á Taívan sem óaðskiljanlegan hluta af Kína en Taívanar eru ekki sömu skoðunar og líta á sig sem sjálfstæða þjóð, lýðræðisþjóð.

Hann sagði að tilraunir til að gera Taívan að sjálfstæðu ríki „séu örugg leið í dauðann“ og að það sé „nauðsynlegt“ og „réttmætt“ að Kínverjar auki við kjarnokuvopnaeign sína en það gera þeir að hans sögn til að tryggja alþjóða öryggi. The Wall Street Journal skýrir frá þessu.

Ummæli Wei Fenghe féllu eftir að Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á laugardaginn að Kínverjar sýni af sér sífellt meira ögrandi hegðun, sérstaklega nærri Taívan.

Wei Fenghe svaraði þessu og sagði að það væri stefna og vera Bandaríkjamanna á asíska Kyrrahafssvæðinu sem sé rót deilna og spennu á svæðinu. „Þeim sem vilja sjálfstætt Taívan til að kljúfa Kína mun ekki ganga vel. Við munum leggja allt í sölurnar og berjast þar til yfir lýkur. Það er eina færa leiðin fyrir Kína,“ sagði hann að sögn Politico.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?