fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Uppgötvun í helli í Laos gæti leyst eina stærstu ráðgátuna varðandi þróun mannkyns

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. maí 2022 19:00

Tönnin. Mynd:Fabrice Demeter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tönn, sem fannst í afskekktum helli í Laos gæti orðið til þess að hægt verði að leysa eina stærstu ráðgátuna um þróun mannkynsins en hún snýst um hvar nútímamenn og Denisovans hittust.

Vísindamenn telja að tönnin sé úr ungri konu sem var upp fyrir að minnsta kosti 130.000 árum og var líklega af ætt Denisovan en það er ein af tegundum manna en tilvist hennar var ekki staðfest fyrr en 2010.

CNN segir að tönnin sé fyrsti steingervingurinn sem staðfesti að Denisovans hafi verið í Suðaustur-Asíu. Þetta getur orðið til þess að leysa ráðgátu sem hefur lengi valdið þeim, sem velta þróun mannkynsins fyrir sér, heilabrotum.

Hér er hellirinn. Mynd:Fabrice Demeter

 

 

 

 

 

 

Áður höfðu aðeins fundið steingervingar af Denisovans í Norður-Asíu í samnefndum Denisovahelli í Atlati fjöllunum í Rússlandi. En erfðafræðileg gögn hafa tengt Denisovans við svæði miklu sunnar, þar sem nú eru Filippseyjar, Papúa Nýja Gínea og Ástralía.

Clément Zanolli, steingervingafræðingur hjá háskólanum í Bordeaux í Frakklandi og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að þetta sýni að Denisovans hafi líklega verið til staðar í sunnanverðri Asíu og það styðji niðurstöður erfðafræðinga sem segja að nútímamaðurinn og Denisovans hafi hist í Suðaustur-Asíu.

Erfðaefni Denisovan er að finna í sumum nútímamönnum því forfeður okkar af ætt Homo sapiens eignuðust börn með Denisovans. Talið er að þetta hafi gerst fyrir rúmlega 50.000 árum þegar nútímamaðurinn fór að leita út fyrir Afríku og hitti bæði Neanderdalsmenn og Denisovans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun