Vísindamenn telja að tönnin sé úr ungri konu sem var upp fyrir að minnsta kosti 130.000 árum og var líklega af ætt Denisovan en það er ein af tegundum manna en tilvist hennar var ekki staðfest fyrr en 2010.
CNN segir að tönnin sé fyrsti steingervingurinn sem staðfesti að Denisovans hafi verið í Suðaustur-Asíu. Þetta getur orðið til þess að leysa ráðgátu sem hefur lengi valdið þeim, sem velta þróun mannkynsins fyrir sér, heilabrotum.
Áður höfðu aðeins fundið steingervingar af Denisovans í Norður-Asíu í samnefndum Denisovahelli í Atlati fjöllunum í Rússlandi. En erfðafræðileg gögn hafa tengt Denisovans við svæði miklu sunnar, þar sem nú eru Filippseyjar, Papúa Nýja Gínea og Ástralía.
Clément Zanolli, steingervingafræðingur hjá háskólanum í Bordeaux í Frakklandi og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að þetta sýni að Denisovans hafi líklega verið til staðar í sunnanverðri Asíu og það styðji niðurstöður erfðafræðinga sem segja að nútímamaðurinn og Denisovans hafi hist í Suðaustur-Asíu.
Erfðaefni Denisovan er að finna í sumum nútímamönnum því forfeður okkar af ætt Homo sapiens eignuðust börn með Denisovans. Talið er að þetta hafi gerst fyrir rúmlega 50.000 árum þegar nútímamaðurinn fór að leita út fyrir Afríku og hitti bæði Neanderdalsmenn og Denisovans.