Í dag er Mars þurr og köld eyðimörk en þannig var það ekki alltaf. Eitt sinn var Mars hlý og blaut pláneta.
CNN segir að miðað við gögn sem hafa borist frá Zhurong þá sé líklegt að í Utopia Planitia hafi verið vatn á tíma sem vísindamenn töldu áður að hefði verið þurr og kaldur á Mars. CNN segir að sannanir hafi fundist fyrir að á Mars hafi tímabil hlýinda og vætu og þurrka og kulda skipts á. Talið sé að meiri líkur séu á að þetta hafi verið svona en að skyndileg breyting hafi orðið á loftslagi plánetunnar.
Utopia Planitia hefur áður vakið athygli vísindamanna því vangaveltur hafa verið uppi um hvort svæðið hafi áður verið haf.
Þessi uppgötvun Zhurong er mikilvæg því hún getur haft áhrif verkefni framtíðarinnar þegar menn munu fara til Mars. Hugsanlega sé svo mikið vatn í Utopia Planitia að það geti nýst geimförum framtíðarinnar.