Maðurinn var í mótorhjólaferð um Lawn Hill þjóðgarðinn þegar hann ákvað að fá sér sundsprett í gljúfrinu á sunnudaginn. Hann sagði viðbragðsaðilum að hann hefði „glímt“ við krókódílinn áður en honum tókst að sleppa frá honum.
Maðurinn var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Ástand hans er sagt stöðugt en hann er með áverka á handlegg, höndum og fæti.
The Guardian hefur eftir Greig Allan, þyrluflugmanni, að maðurinn hafi verið mjög kvalinn og bitsárin hafi verið mjög djúp. „Sjúklingurinn sagði okkur að krókódíllinn hefði verið tveggja til þriggja metra langur, svo hann er heppinn að hafa sloppið lifandi,“ sagði Allan.