fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Náði að rífa sig lausan úr kjafti krókódíls

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. maí 2022 18:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri má teljast heppinn að hafa sloppið lifandi frá saltvatnskrókódíl sem hafði læst kjaftinum utan um handlegg hans. Maðurinn var að synda í gljúfri í Adel‘s Grove í Queensland í Ástralíu þegar krókódíllinn læsti tönnunum í annan handlegg hans.

Maðurinn var í mótorhjólaferð um Lawn Hill þjóðgarðinn þegar hann ákvað að fá sér sundsprett í gljúfrinu á sunnudaginn. Hann sagði viðbragðsaðilum að hann hefði „glímt“ við krókódílinn áður en honum tókst að sleppa frá honum.

Maðurinn var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Ástand hans er sagt stöðugt en hann er með áverka á handlegg, höndum og fæti.

The Guardian hefur eftir Greig Allan, þyrluflugmanni, að maðurinn hafi verið mjög kvalinn og bitsárin hafi verið mjög djúp. „Sjúklingurinn sagði okkur að krókódíllinn hefði verið tveggja til þriggja metra langur, svo hann er heppinn að hafa sloppið lifandi,“ sagði Allan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin