fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Pressan

Svört spá – Miklar ógnir steðja að heimsbyggðinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 23:00

Miklar ógnir steðja að okkur í framtíðinni að mati skýrsluhöfunda. Mynd:William Anders/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu bandarískra leyniþjónustustofnana um hættuna sem steðjar að Bandaríkjunum er dregin upp ófögur mynd af stöðu heimsmála og er heimsfaraldur kórónuveirunnar þá undanskilin þessu hættumati.

Skýrslan heitir „Annual Threat Assessment of the US Intelligence Community“. Í henni kemur fram að heimsbyggðin standi frammi fyrir nokkrum árum þar sem ástandið í heimsmálum verður ótryggt. Þau munu bjóða upp á valdabaráttu ríkja heims, loftslagsbreytingar og endalausa tækniþróun eftir því sem segir í skýrslunni.

Bandarísk yfirvöld telja að mestu ógnirnar stafi frá Kína, Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. Kína er stór keppinautur á alþjóðasviðinu hvað varðar efnahag, her og tækni. Íran er metið sem óútreiknanlegt land. Norður-Kórea er flokkuð sem niðurrifsafl á alþjóðavísu og Rússar eru sagðir ætla að halda áfram að reyna að grafa undan Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra með áróðurshernaði, skipulagningu hryðjuverka og hernaði. „Við reiknum með að Moskva muni taka virkan þátt þegar rússneskir hagsmunir eiga í hlut,“ segir meðal annars í skýrslunni.

Þrátt fyrir að heimsfaraldurinn herji nú á okkur er hann að mati leyniþjónustustofnananna dregur hann ekki úr þeim hættum sem leynast í framtíðinni. Segja skýrsluhöfundar að faraldurinn beini athyglinni frá öðrum málum því stjórnmál og fjölmiðlaumfjöllun snúist svo mikið um heimsfaraldurinn þessi misserin.

Auk beinna átaka á milli ríkja heims segja skýrsluhöfundar að landflótta fólk og loftslagsmálin ógni öryggi heimsbyggðarinnar og jafnvægi hennar og það geri sjúkdómar og mannlegar hörmungar af ýmsu tagi einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

45.000 vilja fá að taka þátt í veiðum á vísundum í Miklagljúfri

45.000 vilja fá að taka þátt í veiðum á vísundum í Miklagljúfri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eignaðist barn um borð í farþegaflugvél – Læknir og hjúkrunarfræðingar á fyrirburadeild voru meðal farþega

Eignaðist barn um borð í farþegaflugvél – Læknir og hjúkrunarfræðingar á fyrirburadeild voru meðal farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýjar og óhugnanlegar upplýsingar um hvarf flugs MH370

Nýjar og óhugnanlegar upplýsingar um hvarf flugs MH370
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegar myndir úr yfirgefnu húsi vekja athygli – Eigendurnir létu lífið fyrir þremur árum

Óhugnanlegar myndir úr yfirgefnu húsi vekja athygli – Eigendurnir létu lífið fyrir þremur árum