fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Ellilífeyrisþegi drap björn sem hafði rifið annan fótinn af honum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 07:47

Brúnbjörn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötugur Frakki varð fyrir árás bjarndýrs á laugardaginn þegar hann var á villisvínaveiðum í suðvesturhluta landsins. Björninn náði að rífa hluta af öðrum fæti mannsins af og skadda hluta af hinum fætinum. Maðurinn náði að skjóta tvisvar á bjarndýrið úr riffli sínum og drepa það. Hann liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að maðurinn hafi verið fluttur á sjúkrahús með þyrlu og sé í lífshættu.

Yfirvöld hafa hafið rannsókn á málinu en þessi atburður átti sér stað nærri Seix í Ariége síðdegis á laugardaginn.

La Depeche hefur eftir veiðimanni, sem var einnig á veiðum á þessum slóðum, að hann hafi ekki séð hvað gerðist en hafi heyrt neyðarkall í talstöðinni. „Björninn réðst á hann og greip um fótlegg hans. reif kálfann af og særði hann einnig á hinum fætinum. Það tókst að stöðva blæðinguna þar til hjálp barst,“ sagði maðurinn og bætti við að hann væri ekki hissa á að birnirnir kæmu sífellt nær byggð því það væri ekkert eftir fyrir þá að éta í fjöllunum.

Um brúnbjörn, birnu, var að ræða. Árásin hefur vakið upp umræður um aðgerðir yfirvalda til að koma upp stofni brúnbjarna í Pýrenafjöllunum á nýjan leik. Áætlunin hefur verið umdeild frá upphafi og telja bændur að búfénaði þeirra stafi ógn af björnunum. Á síðasta ári voru 64 birnir taldir í Pýrenafjöllunum.

Gagnrýnendur segja að samhliða því að björnunum fjölgi verði erfiðara fyrir þá að finna nægt æti og því leiti þeir neðar og komist í návígi við fólk.

Staðarfjölmiðlar segja að frá janúar og fram í október á þessu ári sé talið að birnir hafi drepið 625 kindur, 16 nautgripi, 17 hross og einn hund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?