fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Pressan

Einn skotinn til bana í Stokkhólmi og 15 ára piltur særður

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 06:24

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn til bana í Farsta í suðurhluta Stokkhólms í gærkvöldi. 15 ára piltur liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi en hann var með hinum látna þegar skotið var á þá.

Expressen skýrir frá þessu. Blaðið hefur eftir talsmanni lögreglunnar að tilkynnt hafi verið um skothríð um klukkan 22. Á vettvangi hafi tveir slasaðir menn fundist og voru þeir báðir alvarlega særðir að sögn talsmannsins.

Báðir voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús. Þar lést eldri maðurinn en sá yngri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan hefur unnið að rannsókn þess í alla nótt.

Þetta var annað kvöldið í röð sem skotárás var gerð í Farsta, sem er í suðurhluta Stokkhólms. Á mánudagskvöldið skutu tveir menn á hjólreiðamann. Lögreglan fann hjólreiðamanninn ekki og heldur ekki árásarmennina en skothylki fundust á vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sænskur prestur fær reynslulausn – Dæmdur fyrir aðild að morði

Sænskur prestur fær reynslulausn – Dæmdur fyrir aðild að morði
Pressan
Í gær

Skotárás í þýskum háskóla – Fjölmargir særðir

Skotárás í þýskum háskóla – Fjölmargir særðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?

Ómíkron BA.2 ræður ríkjum í Danmörku – Er ástæða til að hafa áhyggjur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn

Vísindamenn gera út af við algenga mýtu um svefn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan var viss um að hafa fundið morðingja stúlknanna – En málið tók óvænta og banvæna stefnu

Lögreglan var viss um að hafa fundið morðingja stúlknanna – En málið tók óvænta og banvæna stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona oft fær fólk hjartastopp á meðan á ástarleikjum stendur

Svona oft fær fólk hjartastopp á meðan á ástarleikjum stendur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar sænska bæjarins Fucke vilja breyta nafni hans

Íbúar sænska bæjarins Fucke vilja breyta nafni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nefndi son sinn eftir vinnustaðnum sínum – Kannski eitt af undarlegri nöfnum heims

Nefndi son sinn eftir vinnustaðnum sínum – Kannski eitt af undarlegri nöfnum heims