fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Pressan

2.100 skammtar af bóluefninu frá Moderna gætu hafa farið til spillis í Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 07:00

Höfuðstöðvar Moderna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um allan heim er unnið nótt sem dag við að þróa og framleiða bóluefni gegn kórónuveirunni sem hefur haldið heimsbyggðinni í heljargreipum síðustu mánuði. Það er því ekki litið neinum gleðiaugum að í Svíþjóð fóru 2.100 skammtar af bóluefninu frá Moderna líklega til spillis í síðustu viku vegna rangrar meðhöndlunar.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að bóluefnið hafi verið geymt í of miklu frosti þegar það var flutt frá aðallager heilbrigðisyfirvalda til fimm svæða utan höfuðborgarinnar.  „Þetta er mjög óheppilegt og við tökum þessu mjög alvarlega,“ sagði talsmaður Apoteket AB, sem sér um flutning bóluefnisins, í samtali við Expressen.

Þegar bóluefnið var flutt var það geymt við -70 gráður en það á aðeins að geyma við -40 gráður. Hins vegar á að geyma bóluefnið frá Pfizer/BioNTech við -70 gráður.

Búið var að nota 1.000 skammta þegar mistökin uppgötvuðust. Þeir 1.100 skammtar sem voru ónotaðir voru þá strax teknir til hliðar. Heilbrigðisyfirvöld segja að miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja þá fylgi því engin heilsufarsleg hætta að fólk fékk bóluefnið en verið sé að rannsaka hvort þetta gæti hafa haft áhrif á virkni þess og hvort hugsanlega þurfi að gefa fólkinu nýjan skammt í staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagði að bjarndýr hefði orðið föður sínum að bana – Ótrúlegar vendingar í málinu

Sagði að bjarndýr hefði orðið föður sínum að bana – Ótrúlegar vendingar í málinu
Pressan
Í gær

Ótrúlegt mál í Austurríki – 12 ára stúlka gerði aðgerð á heila manns

Ótrúlegt mál í Austurríki – 12 ára stúlka gerði aðgerð á heila manns
Pressan
Fyrir 2 dögum

15 ára stúlka lokkaði nasista til fylgilags við sig og myrti þá síðan

15 ára stúlka lokkaði nasista til fylgilags við sig og myrti þá síðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Barnsmorðingi stríddi lögreglunni í 30 ár með skelfilegum skilaboðum – Sá hlær best sem síðast hlær

Barnsmorðingi stríddi lögreglunni í 30 ár með skelfilegum skilaboðum – Sá hlær best sem síðast hlær
Pressan
Fyrir 3 dögum

14. maí 1948 – Dagurinn sem gjörbreytti Miðausturlöndum

14. maí 1948 – Dagurinn sem gjörbreytti Miðausturlöndum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjúkrunarfræðingur segir þetta þrennt merki um að fólk eigi innan við sólarhring ólifaðan

Hjúkrunarfræðingur segir þetta þrennt merki um að fólk eigi innan við sólarhring ólifaðan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bókasafnsbók skilað 82 árum of seint – Þetta er sektarupphæðin

Bókasafnsbók skilað 82 árum of seint – Þetta er sektarupphæðin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bað þá um að fara alls ekki inn í herbergið: Gerðu það samt og við blasti skelfileg sjón

Bað þá um að fara alls ekki inn í herbergið: Gerðu það samt og við blasti skelfileg sjón