fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Móðir handtekin í kjölfar þess að tvö börn hennar létu lífið – Gaf sig sjálf fram við lögreglu

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 16. september 2021 22:00

Skjáskot af vef The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mary McCann, 35 ára gömul móðir frá Derby á Englandi, hefur verið handtekin vegna bílslyss sem varð dóttur hennar og syni að bana.

Mary var gert að mæta í dómssal til að svara fyrir það sem hafði gerst en mætti ekki. Dómari gaf þá út handtökuskipan á hendur hennar og grunur lá á að hún hefði flúið land. Mary gaf sig þó sjálfa fram við lögregluna í gærkvöldi og staðfesti lögreglan að hún hafi í kjölfarið verið handtekin vegna málsins.

„Konan, sem er 35 ára gömul frá Derby, gaf sjálfa sig fram á lögreglustöðinni í Aylesbury í gærkvöldi,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni vegna málsins.

Samkvæmt skyldmenni Mary sem The Sun ræddi við var Mary að keyra heim til sín úr partýi á bílnum sínum, sem var af gerðinni Vauxhall Astra, þegar áreksturinn átti sér stað. Í bílnum var Mary ásamt þremur börnum sínum.

Mary keyrði á sendiferðabíl með þeim afleiðingum að bæði Smaller, sonur hennar sem átti 10 ára afmæli þennan dag, og Lilly, dóttir hennar, létu lífið. Jarðarfarir þeirra fóru fram í síðustu viku. Farið var með Mary og þriðja barn hennar á sjúkrahús eftir áreksturinn.

Ökumaður sendiferðabílsins slapp með skrekkinn og var ómeiddur en áreksturinn olli því að veginum var lokað í hálfan sólarhring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn