fbpx
Mánudagur 26.janúar 2026
Pressan

Donald Trump stefnir Facebook, Google og Twitter

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 20:01

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hafa stefnt Facebook, Twitter og Google fyrir dóm. Hann sakar fyrirtækin um að hafa beitt hann ólögmætri ritskoðun. Málshöfðunin er það nýjasta sem gerist í áralöngum deilum hans við fyrirtækin um tjáningarfrelsi.

„Við krefjumst þess að endir verði bundinn á þessa ritskoðun og bann sem þið þekkið öll svo vel,“ sagði Trump á fréttamannafundi í New Jersey í gær. Hann sagði einnig að stjórnarformönnum fyrirtækjanna hafi einnig verið stefnt fyrir dóm en hann sagðist hafa lagt fram stefnu á hendur fyrirtækjunum og stjórnarformönnunum hjá alríkisdómstóli í Flórída.

Trump telur að fyrirtækin hafi beitt hann hróplegu óréttlæti þegar þau útilokuðu hann frá miðlum sínum í janúar í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið en margir telja að Trump hafi hvatt þá til árásarinnar.

Áður en til árásarinnar kom hafði Trump ítrekað nýtt sér samfélagsmiðla til að setja fram staðlausar ásakanir sínar um kosningasvindl, ásakanir sem dómstólar hafa hafnað og sömu afstöðu hafa sumir úr stjórn hans og Repúblikanaflokknum tekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Glæpakvendi afhjúpað? – Grunuð um að eitra fyrir þremur börnum sínum á þakkargjörðardeginum

Glæpakvendi afhjúpað? – Grunuð um að eitra fyrir þremur börnum sínum á þakkargjörðardeginum
Pressan
Í gær

Fyrrum Harvard-doktor telur sig hafa fundið staðsetningu guðs í alheiminum

Fyrrum Harvard-doktor telur sig hafa fundið staðsetningu guðs í alheiminum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mafíósi segist sannfærður um að Marilyn Monroe hafi verið myrt því hún ætlaði að afhjúpa valdamikla menn

Mafíósi segist sannfærður um að Marilyn Monroe hafi verið myrt því hún ætlaði að afhjúpa valdamikla menn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðamæringar komnir með nóg og neita að þegja – „Skattleggið okkur. Skattleggið þá ofurríku“

Milljarðamæringar komnir með nóg og neita að þegja – „Skattleggið okkur. Skattleggið þá ofurríku“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hæðist að Leavitt fyrir að þræta fyrir Íslands-ummæli forsetans – „Þú veist að það er til upptaka af þessu?“

Hæðist að Leavitt fyrir að þræta fyrir Íslands-ummæli forsetans – „Þú veist að það er til upptaka af þessu?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myndband sýnir skriðufallið á Nýja-Sjálandi – Margra saknað

Myndband sýnir skriðufallið á Nýja-Sjálandi – Margra saknað