fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

100 ára og vinnur á McDonald‘s – „Ég segi aldrei upp“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. mars 2021 06:06

Ruth að störfum. Mynd:WTAE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruth Shuster náði merkum áfanga á miðvikudaginn en þá varð hún 100 ára. En það að vera orðin 100 ára þýðir ekki endilega að maður setjist í helgan stein, að minnsta kosti ætlar Ruth ekki að gera það. Hún starfar á einum skyndibitastaða McDonald‘s í Pennsylvania í Bandaríkjunum og ætlar að gera áfram.

Í umfjöllun WTAE kemur fram að hún hafi ekki í hyggju að hætta. „Aldur er bara tala,“ sagði hún í samtali við WTAE.

Hún fór út á vinnumarkaðinn þegar maðurinn hennar lést fyrir 50 árum og hefur unnið síðan. „Ég hef unnið á kvöldin síðan og mér finnst gaman að vinna,“ sagði þessi aldna kjarnakona. Hún hefur starfað á skyndibitastaðnum í 25 ár og ætlar sér að vinna þar eins lengi og hún getur.

Aldur er bara tala segir Ruth. WTAE

Hún sér meðal annars um að þurrka af borðum og bjóða gesti velkomna. „Ég hef aldrei átt mikið af peningum en alltaf nóg og það er þannig sem ég vil hafa það,“ sagði hún.

Nick Delligatt, yfirmaður hennar, sagði að Ruth fái að vinna eins lengi á staðnum og hún vill. „Við njótum hvers dags sem við höfum hana. Hún er sannkölluð blessun,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti