fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Ný rannsókn – Mótefni gegn COVID-19 endast í minnst 9 mánuði í líkamanum eftir smit

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 05:21

Heilbrigðisstarfsmaður með kórónuveirusýni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti þeirra sem hafa veikst af COVID-19 er með mótefni gegn veirunni í líkamanum í að minnsta kosti níu mánuði eftir að smit var staðfest. Þetta sýna niðurstöður nýrrar stórrar sænskrar rannsóknar. Niðurstöðurnar sýna einnig að mjög litlar líkur eru á að fólk smitist aftur af veirunni.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin hafi verið gerð á Danderyd sjúkrahúsinu og Karólínsku stofnuninni.

„Ef maður hefur fengið COVID-19 finnst mér að maður geti farið aftast í bólusetningarröðina og látið aðra fá bólusetningu sem hafa meiri þörf á því,“ er haft eftir Charlotte Thålin sem vann að rannsókninni.

Rannsóknin hófst í vor og voru langtímaónæmisáhrif COVID-19 smits hjá heilbrigðisstarfsfólki rannsökuð. Í þriðja fasa rannsóknarinnar kom í ljós að 96% þátttakendanna 370, sem voru með mótefni í vor, voru enn með mótefni sem veitti þeim vörn gegn veirunni.

Vísindamennirnir segja að enn gleðilegri tíðindi hafi verið að mótefnin virðist veita betri vernd en þeir héldu. Tæplega eitt prósent þátttakendanna smituðust aftur af veirunni á þeim tíu vikum sem rannsóknin stóð yfir. Vísindamennirnir höfðu átt von á að mótefnin veittu bara ákveðna vernd og að fleiri myndu vera með veiruna í sér án þess að sýna sjúkdómseinkenni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“