fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Óttast að hrafninn sé dauður – Markar það endalok breska konungdæmisins?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 06:50

Derrick Coyle, hrafnameistari, með einn af hröfnum Tower of London. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar glíma við kórónuveirufaraldurinn eins og aðrar þjóðir, auk þess er Brexit mikið í umræðunni vegna ákveðinna erfiðleika við að innleiða nýtt regluverk í tengslum við útgönguna. En hugsanlega blasir enn meiri ógn við þjóðinni en allt þetta ef marka má umfjöllun The Guardian. Sú ógn snýst um einn fugl, hrafn.

Þetta er ekki bara hvaða hrafn sem er heldur hrafn sem bjó i Tower of London sem er nánast í miðborg Lundúna. Þar eiga að jafnaði sjö hrafnar heima en nú er einn þeirra horfinn. Því má ekkert út af bera því ef annar hrafn týnist þá getur það þýtt endalok breska konungdæmisins. Þetta eru að sjálfsögðu stór orð en svona er þetta samkvæmt þjóðtrúnni.

Hrafnameistarinn (Ravenmaster) Christopher Skaife staðfesti við The Guardian að óttast sé að hrafninn Merlina sé dauður eftir að hafa verið fjarverandi vikum saman. „Merlina er þekkt fyrir að flækjast um og vera í burtu um hríð. En að þessu sinni hefur hún ekki skilað sér aftur. Ég er hræddur um að hún sé ekki lengur á meðal okkar,“ sagði Skaife.

Hann róaði þó taugar þeirra sem óttast að konungdæmið sé nú við það að hrynja með því að bæta við að í Tower of London sé varahrafn til staðar þannig að hrafnarnir verði ekki færri en sex. „Samkvæmt konunglegri tilskipun verða sex hrafnar að búa í Tower. Með varafuglinum erum við örugg,“ sagði hann.

Tower of London skrifaði á Twitter að varahrafninn komi frá ræktunaráætlun sem er starfrækt fyrir turninn.

Hrafnarnir í Tower of London koma fyrir í mörgum þjóðsögum og þjóðtrú. Ein af þeim er að Karl II Englandskonungur hafi neitað að fjarlægja hrafnana úr Tower of London þrátt fyrir að þeir hafi skert útsýni stjörnufræðingsins John Flamsteed til himins.

Önnu þjóðsaga segir að hrafnarnir hafi átt hlut að máli varðandi brunann mikla í Lundúnum 1666. Karl II neitaði þá að láta lóga þeim því það taldi hann að gæti kallað ógæfu yfir þjóðina. En hann lét skera stofninn niður í sex fugla.

Tower of London er elsta byggingin sem breska ríkisstjórnin notar. Áður var fangelsi þar og bresku krúnudjásnin eru geymd þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?