fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Fórnarlamb Andrew prins þungorð – „Öllum öðrum væri stungið í steininn“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. ágúst 2020 05:37

Virginia Roberts Giuffre

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Virginia Roberts Giuffre var aðeins 17 ára var hún að sögn beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu Andrew Bretaprins. Hún óttast nú að prinsinn muni aldrei þurfa að svara til saka fyrir það sem hann gerði henni.

Hún birti nýlega færslu á Twitter þar sem hún gagnrýnir prinsinn og réttarvörslukerfið harðlega:

„Öll sönnunargögnin – og samt sem áður ver réttarvörslukerfið þekkt kynlífsskrímsli sem vill svo til að er prins – öllum öðrum væri stungið í steininn. Hann vissi að ég hafði ekkert val,“

sagði hún og bætti við:

„Hann vissi að ég var neydd til þess. Ekkert er í lagi. Ég er að verða uppiskroppa með tár.“

Giuffre segir að auðkýfingurinn Jeffrey Epstein hafi leigt hana út til Andrew svo hann gæti notað hana kynferðislega. Hún hefur áður sagt að hún vonist til að Andrew verði stungið í steininn og fái klefa við hliðina á Ghislaine Maxwell, bestu vinkonu hans, sem hefur lengi verið vinkona Andrew.

Andrew prins í viðtali við BBC um mál Epstein.

Það virðist einnig hafa verið Maxwell sem kynnti Epstein og Andrew og urðu þeir síðan vinir.

Giuffre hefur sagt að Andrew hafi þrisvar sinnum beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Hann þvertekur fyrir það og segist ekki muna eftir að hafa hitt hana.

Maxwell situr nú í gæsluvarðhaldi en hún er sökuð um að hafa tekið þátt í kynferðislegri misnotkun á barnungum stúlkum og að hafa „lokkað barnungar stúlkur til ólöglegra kynlífsathafna“.

Epstein, sem var fyrrum unnusti Maxwell, tók öll leyndarmál sín með í gröfina þegar hann fyrirfór sér í fangaklefa fyrir ári síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“