fbpx
Miðvikudagur 30.september 2020
Pressan

Trump verður „svældur“ út úr Hvíta húsinu ef hann tapar kosningunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júlí 2020 07:00

Þarf að svæla hann út?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var í viðtali á Fox News sjónvarpsstöðinni á sunnudaginn. Þar var hann meðal annars spurður hvort svo gæti farið að hann muni ekki „fallast á úrslit“ forsetakosninganna. Hann svaraði þessu ekki beint en sagði:

„Nei, ég verð að sjá úrslitin. Sjáðu til – ég verð að sjá þau. Nei, ég ætla ekki að segja „já“. Ég ætla ekki að segja „nei“. Það gerði ég ekki heldur síðast.“

í tengslum við þetta sagði Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, að Trump verði „svældur“ út úr Hvíta húsinu að forsetakosningunum loknum. Hún minnti Trump á að hann verði að flytja úr Hvíta húsinu ef hann tapar í kosningunum þann 3. nóvember næstkomandi.

Nancy Pelosi.

„Það er ákveðið ferli. Það kemur því ekkert við ef ákveðinn íbúi Hvíta hússins telur að hann þurfi ekki að flytja og það verður að svæla hann út því forsetaembættið er forsetaembættið.“

Sagði Pelosi í samtali við MSNBC og bætti við:

„Hvort sem hann veit það núna eða ekki, þá mun hann yfirgefa Hvíta húsið. Bara það að hann vill ekki flytja út Hvíta húsinu þýðir ekki að að við munum ekki hafa innsetningarathöfn þar sem réttkjörinn forseti Bandaríkjanna verður settur í embætti.“

Sky skýrir frá þessu.

Trump hefur margoft sagt að það auki líkurnar á kosningasvindli ef heimilt verður að kjósa bréfleiðis en sú aðferð verður meira notuð í næstu kosningum en fram að þessu. Hann hefur þó ekki getað fært neinar sönnur á þessar staðhæfingar.

Fylgið hrynur af Trump í skoðanakönnunum þessa dagana samhliða vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu og þeirra efnahagslegu fylgifiska sem heimsfaraldurinn hefur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrstu kappræður Trump og Biden eru í kvöld – Skattamálin verða væntanlega ofarlega á baugi

Fyrstu kappræður Trump og Biden eru í kvöld – Skattamálin verða væntanlega ofarlega á baugi
Pressan
Í gær

Munu skattamál Trump koma í veg fyrir endurkjör?

Munu skattamál Trump koma í veg fyrir endurkjör?
Pressan
Í gær

Kórónuveirusmitaður fjölskyldufaðir stóðst ekki mátið og fór á McDonalds með alla fjölskylduna

Kórónuveirusmitaður fjölskyldufaðir stóðst ekki mátið og fór á McDonalds með alla fjölskylduna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvítur öfgaþjóðernissinni skotinn til bana af lögreglunni

Hvítur öfgaþjóðernissinni skotinn til bana af lögreglunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðurheimskautið verður sífellt grænna – Hefur áhrif á dýr og gróður

Norðurheimskautið verður sífellt grænna – Hefur áhrif á dýr og gróður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur verið Elísabetu II dýr

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur verið Elísabetu II dýr