fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Segir eitthvað mikið að í Norður-Kóreu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 07:01

Hótelið trónir yfir Pyongyang í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljót blanda þriggja slæmra hráefna veldur miklum vandræðum í Norður-Kóreu. Þetta segir Taro Kono, varnarmálaráðherra Japan. Á fréttamannafundi í síðustu viku sagði hann að Japan, eins og Bandaríkin og önnur ríki, hafi tekið eftir undarlegri hegðun stjórnvalda í Norður-Kóreu að undanförnu.

NK News skýrir frá þessu en miðillinn flytur eingöngu fréttir af málefnum Norður-Kóreu.

Kono benti á þrjú atriði sem veki athygli. Í fyrsta lagi leiki grunur á að heimsfaraldur kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, hafi náð til landsins og breiðst út. Þarlend stjórnvöld þvertaka fyrir þetta og segja engin smit í landinu. Kono sagði að Kim Jong-un, einræðisherra, reyni af fremsta megni að forðast smit og sýni sig því lítið opinberlega. Í öðru lagi leiki grunur á að heilsufar leiðtogans sé ekki upp á marga fiska. Í þriðja lagi þá sé vitað að uppskerubrestur hafi orðið í Norður-Kóreu á síðasta ári og því sé dapurt efnahagslíf landsins enn verr á sig komið en áður.

Kono vildi ekki skýra nánar hvað hann ætti við um heilsufar einræðisherrans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru