fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Pressan

Hætt að keppa í listdansi á skautum og er farin að leika í klámmyndum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. júní 2020 05:45

Melissa Bulanhagui, nú Jada Kai á skautasvellinum. Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strax á unga aldri vann Melissa Bulanhagui, sem er nú 29 ára, til margra verðlauna fyrir hæfni sína á skautum en hún keppti í listdansi. En nú hefur hún söðlað um og er hætt skautaiðkun og hefur snúið sér að leik í klámmyndum.

Að sögn erlendra fjölmiðla þá nýtur þessi bandarísk-filippeyska kona töluverðra vinsælda í þeim geira. Þar notast hún við listamannsnafnið Jada Kai og kemur að sögn víða við.

Þegar hún keppti í listdansi þá keppti hún bæði fyrir Bandaríkin og Filippseyjar. Hún vann til margra verðlauna á innlendum og erlendum vettvangi. Í hlaðvarpi, þar sem hún ræddi við Asa Akira, fyrrum klámmyndaleikkonu, sagði Jada Kai að hún hafi æft af miklum krafti á unga aldri undir eftirliti strangra foreldra sinna en þegar hún hafði lokið námi í menntaskóla fór hún að fá áhuga á öðru:

„Ég var mjög lostagjörn og hrædd um að ná ekki að missa meydóminn. Ég komst þarna í kynni við þessa hlið mína. Þetta var erfitt fyrir mig því mér fannst að fólk myndi dæma mig, listdans á skautum er mjög íhaldssöm íþróttagrein og þetta er lítið og lokað samfélag.“

Hún fór síðan að missa áhugann á listdansinum og endaði að lokum í Kaliforníu, var atvinnulaus og leiddist og byrjaði að horfa á klám. Þá uppgötvaði hún heim vefmyndavéla.

„Ég sá heimildamynd um þetta og prufaði síðan og þénaði 200 dollara í fyrsta sinn.“

Sagði hún um fyrstu reynslu sína af að koma fram fyrir framan vefmyndavél en það gerði hún fyrir tveimur árum. Það hleypti að sögn kjarki í hana og fljótlega fékk hún tilboð um gerð myndskeiða fyrir Reality Kings. Hún lék í þremur myndskeiðum fyrir fyrirtækið en er nú á mála hjá umboðsskrifstofunni Spiegler Girls. Hún er mjög virk á ýmsum klámsíðum og segist helst vilja búa til sitt eigið efni því þá ráði hún ferðinni.

Jada Kai. Mynd:instagram.com/officialjadakai

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Enn syrtir í álinn hjá Andrew Bretaprins – Ný skjöl tengja hann enn frekar við Jeffrey Epstein

Enn syrtir í álinn hjá Andrew Bretaprins – Ný skjöl tengja hann enn frekar við Jeffrey Epstein
Pressan
Í gær

Óttaslegnir flugmenn vissu ekki hvað var að gerast – Flugmaðurinn ældi út um gluggann

Óttaslegnir flugmenn vissu ekki hvað var að gerast – Flugmaðurinn ældi út um gluggann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tölvupóstar koma Zuckerberg í vanda – Sýna tilganginn með kaupunum á Instagram

Tölvupóstar koma Zuckerberg í vanda – Sýna tilganginn með kaupunum á Instagram
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hún gerði mig að kynlífsþræl”

„Hún gerði mig að kynlífsþræl”