fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Pressan

Kastar sprengju inn í hneykslismálið – Segir að Andrew prins hafi verið í íbúðinni þessa nótt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 05:20

Viðtal Andrew við BBC síðasta vetur var ekki talið sannfærandi. Þar ræddi hann ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í miðjum heimsfaraldri kórónuveiru og yfirvofandi samningslausu Brexit skellur enn eitt málið á Bretum. Það er svo sem ekki nýtt af nálinni en gæti tekið nýja stefnu í kjölfar nýrra upplýsinga sem eru komnar fram. Upplýsingar sem skekja konungssinna og konungsfjölskylduna.

Eins og fram hefur komið á undanförnum misserum hefur Andrew prins, sonur Elísabetar II drottningar, verið sakaður um barnaníð en óumdeilt er að hann var vinur bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein.

Fyrir um ári síðan ræddi Andrew við Emily Maitlis, fréttamann BBC, um málið og sagði þá að hann hefði aldrei gist í íbúð Epstein í New York. En nú segir Daily Mail að þetta sé ekki rétt og hefur það eftir heimildarmönnum, bæði munnlega og skriflega.

Þetta vekur upp spurningar um aðrar skýringar Andrew á vináttu hans við Epstein og hugsanlega þátttöku hans í barnaníði sem átti sér stað á heimili EpsteinVirginia Roberts Giuffre, fyrrum kynlífsþræll Epstein, hefur ítrekað sagt að hún hafi margoft verið neydd til kynlífs með Andrew 2001 þegar hún var aðeins 17 ára. Andrew þvertekur fyrir þetta og segist aldrei hafa hitt hana og skiptir þá engu máli að til er ljósmynd þar sem hann sést halda utan um Giuffre.

Virginia Roberts Giuffre

Tvær dagsetningar eru sérstaklega mikilvægar í þessu samhengi. 10. mars 2001 er önnur þeirra en þá segist Andrew hafa sótt dóttur sína í afmælisveislu hjá vinkonu hennar í Lundúnum.  En Giuffre stendur fast á að þetta kvöld og nótt hafi Andrew verið í íbúð Epstein á Manhattan í New York. Hún segist einnig hafa hitt hann í apríl 2001 í Bandaríkjunum og að þá hafi hann misnotað hana kynferðislega. Þessu hefur Andrew neitað og sagt að hann hafi aldrei gist í íbúð Epstein í New York. „Ég gisti ekki þar. Ég kom kannski þar í heimsókn en ég gerði alls ekki neitt. Ekkert,“ sagði hann í fyrrgreindu viðtali við Emily Maitlis.

En Daily Mail segir að þetta sé ekki fullur sannleikur hjá Andrew og raunar telur blaðið sig geta sagt að hann hafi logið. Það byggist á samtali við ónafngreindan starfsmann bresku hirðarinnar sem staðfesti að Andrew hafi gist í íbúð Epstein síðustu nóttina sem hann dvaldi í New York skömmu fyrir páska 2001. Heimildarmaðurinn lagði áherslu á að Epstein hafi ekki verið í íbúðinni umrætt sinn og það hafi Giuffre heldur ekki verið né Ghislaine Maxwell, unnusta Epstein og vinkona Andrew.

Daily Mail hefur einnig séð ferðaáætlun Andrew fyrir umrædda ferð og þar kemur fram að hann hafi fyrst gist í nokkrar nætur hjá breska aðalræðismanninum í New York. Síðan hafi hann flogið til Boston og verið þar í einn sólarhring áður en hann sneri aftur til New York þar sem hann gisti á „einkaheimili“. Skýringin sem var gefin upp var að með þessu sparaðist skattfé almennings. Heimildarmaður blaðsins staðfesti að þetta hafi verið heimili Epstein.

Daily Mail hefur einnig fundið nokkurra klukkustunda eyðu í dagskránni þar sem ekkert kemur fram um hvað Andrew var að gera. Þar stendur aðeins „einkatími“. Andrew segist ekki muna hvað hann var að gera á þessum tíma en Giuffre og önnur af „nuddkonum“ Epstein segja að þær hafi báðar hitt hann í þessari ferð hans. Það bætir ekki stöðu Andrew að dóttir hans, Beatrice, hefur að sögn heimildarmanna sagt að hún muni ekki eftir umræddri afmælisveislu 10. mars 2001 og fjölskyldan, sem átti að hafa haldið veisluna, man heldur ekki eftir að prinsinn hafi komið við hjá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Moldríkum forstjóra var ráðinn bani í Manhattan í gær – en hvers vegna ríkir svona mikil þórðargleði vegna málsins?

Moldríkum forstjóra var ráðinn bani í Manhattan í gær – en hvers vegna ríkir svona mikil þórðargleði vegna málsins?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp í morðmáli sem fyllti Ítali hryllingi

Dómur kveðinn upp í morðmáli sem fyllti Ítali hryllingi
Pressan
Fyrir 2 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt að 143 látnir í Kongó eftir dularfull veikindi

Allt að 143 látnir í Kongó eftir dularfull veikindi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír létust eftir að hafa borðað dýr í útrýmingarhættu

Þrír létust eftir að hafa borðað dýr í útrýmingarhættu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verðandi yfirmaður bandarískra leyniþjónustustofnana ólst upp í „leyndardómsfullum söfnuði“

Verðandi yfirmaður bandarískra leyniþjónustustofnana ólst upp í „leyndardómsfullum söfnuði“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessar venjur laða skordýr að heimilinu

Þessar venjur laða skordýr að heimilinu