fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Svarti póstkassinn í Nevada – Hvaða hlutverki gegnir hann?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. júlí 2020 05:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á afskekktum stað við State Route 375 í Nevada, einnig þekkt sem Extraterrestrial Highway, eru tveir póstkassar. Á þeim efri stendur Steve Medlin en á hinum Alien. Merkingin á þeim neðri hefur oft vakið undrun ferðalanga en margir þeirra sem telja að vitsmunaverur séu til utan jarðarinnar og séu jafnvel í haldi eða heimsæki Area 51, sem er skammt undan, hafa löngum talið að póstkassinn tengist þessum vitsmunaverum á einn eða annan hátt.

Steve Medlin er til. Hann og eiginkona hans, Glenda, fluttu árið 1973 til Tikaboo Valley og tóku þar við rekstri búgarðs. Sextán árum síðar birtist Bob Lazar í sjónvarpi og sagði að bandaríski flugherinn væri með bækistöð nærri búgarðinum, þessi bækistöð er í dag þekkt sem Area 51, og að þar væri geimfar, vitsmunavera frá annarri plánetu, sem hefði brotlent í eyðimörkinni.

Lazar, hafði starfað sem vísindamaður og verkfræðingur í Area 51 þetta ár. Hann hefur aldrei getað fært sönnur á staðhæfingar sínar en frásögn hans kynti vel undir þeim sem telja að vitsmunaverur hafi heimsótt jörðina. Enn þann dag í dag leggja margir leið sína til þessa afskekkta hluta Nevada í þeirri von að sjá geimfar og/eða geimverur.

Þarna kemur póstkassinn til sögunnar. Á um 60 km svæði er þetta eina manngerða kennileitið. Þetta hefur valdið því að póstkassinn hefur orðið vinsæll og hentugur staður fyrir áhugamenn um geimverur að safnast saman á kvöldin til að horfa til himins í von um að sjá geimför.

Í upphafi var aðeins einn póstkassi, sá sem Medlin á, og var hann svartur. Í kjölfar frásagnar Lazar byrjaði fólk að setja bréf stíluð á geimverur í póstkassann. Sumir voru enn ósvífnari og stálu pósti úr póstkassanum í þeirri von að þar væri að finna vísbendingar um hvað færi fram á Area 51. Þegar einhver gekk svo langt að skjóta göt á póstkassann greip Medlin til þess ráðs að skipta honum út með hvítri og skotheldri útgáfu. Hann setti einnig upp annan póstkassa undir sínum og það er Alien póstkassinn.

Póstkassarnir eru enn þekktir sem Black Mailbox og þar er vinsæll samkomustaður áhugafólks um geimverur og geimför.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?