fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Trump ætlar að loka tímabundið á komur innflytjenda til Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 06:59

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í nótt á Twitter að hann ætli að reyna að stöðva aðstreymi innflytjenda til Bandaríkjanna. Hann ætlar að gefa út forsetatilskipun sem leggur bann við komum innflytjenda til landsins á meðan COVID-19 faraldurinn geisar.

Hann skrifaði að að vegna árásar ósýnilegs óvinar og þarfarinnar fyrir að vernda störf Bandaríkjamanna ætli hann að gefa út tilskipun sem lokar á komum innflytjenda tímabundið. Hann skýrði málið ekki nánar.

Trump hefur nú þegar lokað landamærunum að Mexíkó og Kanada að mestu. Hælisleitendur og fólk sem reyni að komast á ólöglegan hátt til Bandaríkjanna er vísað frá á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og sent aftur heim.

Nú hafa um 42.000 látist af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum og um 786.000 hafa greinst með smit. Bandarískt efnahagslíf er nær algjörlega frosið vegna faraldursins og um 22 milljónir manna hafa skráð sig atvinnulausa á undanförnum vikum.

Trump getur gefið út tilskipanir sem stjórn hans verður að fylgja en hægt er að koma í veg fyrir að þær taki gildi ef alríkisdómstóll úrskurðar að þær stríði gegn stjórnarskránni. Einnig getur þingið sett lög sem banna ákveðnar tilskipanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós

Fór á stefnumót – Við tók áralangur hryllingur – Að lokum kom óhugnanlegur sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona undirbýrð þú þig best fyrir flugferðina að sögn flugfreyju

Svona undirbýrð þú þig best fyrir flugferðina að sögn flugfreyju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“

Martröð í Grikklandi: Sofnaði á sólbekk við hlið eiginkonu sinnar – „Þegar ég vaknaði var hún horfin“