fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Donald Trump hyggst nota „þyrlupeningaaðferðina“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. mars 2020 21:30

Hefur hann stundað kerfisbundin skattsvik?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump undirbýr nú að nota mjög óhefðbundnar aðferðir til að koma í veg fyrir að COVID-19 veiran stöðvi hagvöxt og dragi úr einkaneyslu í Bandaríkjunum. Einn liður í hjálparpakka forsetans er að senda 250 milljarða dollara beint inn á bankareikninga landsmanna.

Þetta sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, á fréttamannafundi á þriðjudaginn. Aðgerð af þessu tagi hefur oft verið nefnd „þyrlupeningar“. Heitið byggist á orðum bandaríska hagfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Milton Friedman sem á sínum tíma líkti því að láta fólk fá peninga, án þess að þeir færu í gegnum banka, við að henda þeim út úr þyrlu.

Hugmyndin á bak við þyrlupeninga, þar sem seðlabankar prenta peninga og deila þeim beint út til borgaranna, byggist á að borgararnir noti að minnsta kosti hluta af peningunum og það komi þá þeim fyrirtækjum, sem sárvantar fé, til góða og ýti efnahagslífinu í gang.

Mnuchin sagði að verið væri að íhuga að senda Bandaríkjamönnum ávísanir á næstunni, þeir hafi þörf fyrir reiðufé núna.

„Forsetinn hefur sagt skýr að hann vilji fá reiðufé í umferð núna. Með því á ég við núna, greitt út innan tveggja vikna.“

Sagði Mnuchin.

Bloomberg segir að ríkisstjórn Trump vilji greiða öllum Bandaríkjamönnum, nema þeim sem hafa góð laun, að minnsta kosti 1.000 dollara.

Í Hvíta húsinu er nú unnið að útfærslu björgunarpakka upp á 1.200 milljarða dollara. Í honum eru einnig stuðningsaðgerðir við fluggeirann og aðrar þjónustugreinar sem standa illa að vígi þessa dagana vegna COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn