fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Vladimir Pútín tjáir sig um vinsæla samsæriskenningu

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 13:30

Vladimír Pútín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur svarað samsæriskenningum þess efnis að tvífari hans komi fram í stað hans á fjöldasamkomum í Rússlandi.

Þessi kenning hefur verið býsna lífsseig á veraldarvefnum og ákvað blaðamaður TASS-fréttaveitunnar í Rússlandi að bera hana undir forsetann. Svarið sem Pútín gaf var býsna áhugavert og virðist samsæriskenningin ekki vera alveg úr lausu lofti gripin.

Pútín segir að ekki sé notast við tvífara á fjöldasamkomum heldur komi hann ávallt sjálfur fram. Þessi hugmynd hafi þó verið rædd og ráðamenn rússnesku leyniþjónustunnar raunar mælst til þess að tvífari væri notaður til að tryggja öryggi Rússlandsforseta. Pútín hafi þó sjálfur hafnað þessari ósk.

„Ég neitaði að notast við tvífara. Þetta var rætt þegar baráttan gegn hryðjuverkum stóð sem hæst,“ sagði Pútín en í valdatíð hans í Rússlandi, bæði sem forsætisráðherra og forseti, hafa Rússar barist reglulega glímt við uppreisnarmenn, meðal annars frá Téténíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga