fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Tólf ára ákærður fyrir kynþáttaníð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 21:00

Frá leik Rangers á móti Celtic. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf ára drengur er sakaður um að hafa verið með kynþáttaníð á fótboltaleik í Skotlandi Atvikið á að hafa átt sér stað þegar Rangers mættu Celtic á Celtic Park í Glasgow hinn 29. desember. Kynþáttaníðið á að hafa beinst að Afredo Morelos, leikmanni Rangers, en hann er frá Kólumbíu.

Samkvæmt Mark Sutherland hjá lögreglunni í Glasgow, verður kynþáttaníð ekki liðið og mun lögreglan rannsaka öll þau mál sem upp koma. Nafn drengsins hefur ekki verið gefið upp, vegna þess hve ungur hann er.

Stuttu eftir að lögreglan hafði staðfest ákæruna sendu Rangers frá sér tilkynnngu um atvikið. Í tilkynningunni gagnýnir félagið umfjöllun fjölmiðla um Alfredo Morales. Honum hefur meðal annars verð lýst sem svindlara og einn pistlahöfundur sagði að ef hann gæti ekki sætt sig við umtalið gæti hann bara farið heim. Félagið segir að það hljómi eins og pistlahöfundurinn vilji meina að sökin liggi hjá þeim sem velja að koma til Skotlands, en ekki hjá þeim sem beita kynþáttaníði. Rangers beina gagnrýni sinni sérstaklega að BBC í Skotlandi benda á að umfjöllun miðilsins um málefnið sé ábótavant og að það sýni landið í slæmu ljósi. Fréttatilkynningunni lýkur á því að drengum er boðið að taka þátt í einu af þeim námskeiðum sem Rangers standa fyrir þar sem fólki er hjálpað að skilja hvers vegna það sé óásættanlegt að mismuna fólki.

Atvikið hefur vakið mikil viðbrögð á Twitter, einn notandi gagnrýnir lögregluna fyrir það að ákæra 12 ára dreng. Blaðamaður Sunday Mirror gagnrýnir viðbrögð Rangers og segir að það felist ákveðin hræsni í fréttatilkynningunni um drenginn sem var ákærður, í ljósi þess að UEFA ávítti félagið fyrir fordómafulla hegðun áhorfenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós