fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Skotinn og grafinn undir sólpallinum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn hófust réttarhöld í Helsingør í Danmörku í morðmáli. Fimmtugur maður er ákærður fyrir að hafa skotið Lars Halvor Hermansen, 52 ára, til bana í september 2018 og að hafa síðan grafið lík hans undir sólpalli á sveitabæ. Maðurinn er auk þess ákærður fyrir vörslu að minnsta kosti 16 kílóa af amfetamíni. Reiknað er með að málflutningi ljúki í næstu viku og að dómur verði kveðinn upp 20. mars.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa skotið Lars Halvor Hermansen með haglabyssu og að hafa síðan grafið líkið undir sólpalli. Hann er sakaður um að hafa sett líkið í tóma vatnsgryfju undir sólpallinum, þar vafði hann það inn í plast. Síðan setti hann dýnu ofan á og því næst jarðveg og á endanum hellti hann steypu ofan á.

Lögreglan fann líkið þó í lok október 2018. Hinn ákærði var handtekinn tíu dögum áður en líkið fannst og úrskurðaður i gæsluvarðhald. Lögreglan fann haglabyssu á landareigninni og telur að það sé vopnið sem Hermansen var banað með. Talið er að deilur mannanna um amfetamín hafi verið ástæða morðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf