fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Pressan

Vorum við á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar? Rússar misstu stjórn á kjarnorkueldflaug við tilraunaskot

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 06:00

Við skulum vona að ekki komi til þess að kjarnorkuvopnum verði beitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska kjarnorkueldflaugin 9M730 Burevestnik hefur verið sögð „byltingarkennd“ vegna nýstárlegrar hönnunar. Sagt er að drægi eldflaugarinnar sé nær ótakmarkað en hún var eitt sex nýrra kjarnorkuvopna sem Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, afhjúpaði í mars 2018. Þá hefur eflaust farið skjálfti um margar aðrar þjóðir og það dregur kannski ekki úr skjálftanum að vopnið virðist ekki vera mjög áreiðanlegt. Svo óáreiðanlegt er það að ekki er útilokað að við höfum staðið á brún þriðju heimsstyrjaldarinnar fyrir ekki svo löngu.

Samkvæmt upplýsingum bandarískra leyniþjónustustofnana hefur aðeins 1 af 12 tilraunum með eldflaugar af þessari tegund tekist. Svo illa hefur tekist til að rússneski herinn hefur ekki hugmynd um hvað varð um hinar 11. Þetta kemur fram í heimildamyndinni „The Race to Find Russia‘s Lost Nuke“.

Í myndinni kemur fram að í nóvember 2017 hafi Rússar skotið slíkri eldflaug á loft frá Pankovo herstöðinni á Yuzhny eyju en hún hefur verið notuð við kjarnorkutilraunir síðan á sjötta áratugnum. Eftir aðeins tveggja mínútna flug misstu Rússar hins vegar stjórn á eldflauginni sem flaug áfram stjórnlaust þar til hún endaði í Barentshafi undan norðurströnd Rússlands.

Þrátt fyrir mikla leit tókst Rússum ekki að finna eldflaugina. Líklegt er talið að hún liggi á botni Barentshafs.

Ef flaugin hefði hinsvegar lent á landi og sprungið hefði varla þurft að spyrja að leikslokum því hætt er við að „andstæðingar“ Rússa hefðu þá talið að um kjarnorkuárás væri að ræða og hefðu svarað fyrir sig að bragði með kjarnorkuvopnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Í gær

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið