fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 19:00

Á fleygiferð niður brekkuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd af tólf norskum lögreglumönnum hefur farið sigurför um netheima undanfarnar klukkustundir og verið sýnt á stórum sjónvarpsstöðum á borð við Sky News og ABC News.

„Okkur datt í hug að skemmta okkur aðeins.“

Sagði Ketil Stene, varðstjóri á lögreglustöðinni í Heimdal, í samtali við Norska ríkisútvarpið um myndbandið.

Þegar leið að vaktskiptum um miðja nótt nýlega ákváðu lögreglumenn á Heimdalstöðinni að skora á félaga sína á aðallögreglustöðinni í sleðakeppni.

Lögreglumennirnir fundu bratta brekku, sem var lokuð fyrir umferð, sem hentaði vel til sleðakeppni. Þeir stóðu hinsvegar frammi fyrir þeim vanda að þeir voru hvorki með sleða né snjóþotur.

En laganna verðir létu það ekki stöðva sig og notuðu einfaldlega stóra plastskildi, óeirðaskildi, til að renna sér á. Þeir reyndust henta vel til íþróttaiðkunar á borð við þessa.

Lena Aanensen, lögreglukona, sagði að þau hafi ekki átt von á svo miklum viðbrögðum eins og raun hefur orðið á.

Þátttakendur eru ekki á einu máli um hver hafi sigrað í keppninni og sagði Aanensen, með bros á vör, að starfsmenn fjarskiptamiðstöðvarinnar séu grunaðir um að hafa haft rangt við enda hafi þeir mætt óboðnir til leiks. Þeir hafi verið með alveg nýja og ónotaða skildi og hafi sigrað í báðum umferðunum. Ekki sé víst að þeim verði boðið með þegar næsta keppni fer fram.

https://www.facebook.com/stasjonsor/videos/369036703675165/?t=5

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna

Örlagarík Evrópuferð – Ókunnugi maðurinn í myndbandinu breytti lífi hennar árum seinna
Pressan
Í gær

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“

Mynd af fjölmiðlafulltrúa Donalds Trump hefur sett netheima á hliðina – „Illskan eldir mann, gott fólk“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 1 viku

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi