fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Uppruni mannkynsins er í Botsvana

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef farið er nægilega langt aftur í tímann kemur í ljós að forfeður okkar bjuggu á votlendi sem huldi það sem í dag eru Makgadikgadi-saltslétturnar í norðausturhluta Botsvana. Þar á mannkynið uppruna sinn samkvæmt niðurstöðum nýrrar erfðafræðirannsóknar.

Videnskab.dk skýrir frá þessu. Mannkynið tók sín fyrstu skref á þessu svæði fyrir 200.000 til 130.000 árum. Það var ekki fyrr en eftir þetta tímabil sem það fór að færa sig um set, norðaustur og suðvestur.

Í nýju rannsókninni rannsökuðu vísindamenn mörg þúsund DNA í hvatberum sem er að finna í ýmsum gagnabönkum í Afríku. Hvatberar eru litlar orkustöðvar í frumum líkamans og erfast þeir frá móður til barns og hafa gert allt frá árdögum mannkynsins.

Með því að rannsaka hvatberana og skoða muninn á DNA hinna ýmsu þjóðernishópa gátu vísindamennirnir sett erfðafræðilegt ættartré saman. Með þessari aðferð gátu þeir afmarkað fyrrnefnt votlendissvæði sem upprunasvæði mannkynsins. Þar býr Khoesan-ættflokkurinn í dag.

Það lá strax ljóst fyrir að mannkynið gat ekki hafa orðið til og lifað af á því svæðinu eins og aðstæður eru þar í dag. Fengu vísindamennirnir því steingervingafræðinga til liðs við sig til að rannsaka loftslagið á þessu svæði fyrir um 200.000 árum. Þær rannsóknir sýndu að fyrir 200.000 árum voru Makgadikgadi-saltslétturnar hluti af risastóru votlendissvæði sem varð til þegar vatn, sem náði allt frá Namibíu til Simbave, byrjaði að þorna upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana