fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
Pressan

Telja sig geta spáð fyrir um hvort nýburar verði of feitir síðar á ævinni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. október 2019 19:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bakteríur, sem eru í þörmum nýbura, geta sagt til um hvort barnið verði of þungt síðar á ævinni. Að hluta til geta ástæður ofþyngdar verið af völdum þátta sem einstaklingurinn hefur enga stjórn á.

Þetta segir Marete Eggesbø hjá norsku lýðheilsustofnuninni. Hún stendur að baki nýrrar rannsóknar sem sýnir að hægt er, að stórum hluta, að spá fyrir um hvort nýburar verði of feitir síðar á ævinni með því að skoða hvaða bakteríur eru í þörmum þeirra.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir Marete að niðurstaðan sé spennandi og að ef hægt sé að breyta þarmaflórunni snemma á lífsskeiðinu sé hugsanlega hægt að koma í veg fyrir að fólk verði of feitt.

Ofþyngd meðal barna er vaxandi vandamál um allan heim. Vísindamenn vita að ástæður ofþyngdar eru samspil margra þátta, lífsstíls, slæmra matarvenja og of lítillar hreyfingar. Auk þess eiga erfðir sinn þátt í þessu.

Niðurstöður nýju rannsóknarinnar sýna að þarmaflóran hjá fólki í ofþyngd er öðruvísi en hjá grönnu fólki. Í tilraunum hafa grannar mýs bætt á sig þyngd eftir að hafa fengið þarmaflóru feitra músa eða frá feitu fólki.

Í rannsókn Merete og félaga var þarmaflóra 165 barna rannsökuðu frá því að þau voru fjögurra daga þar til þau voru tveggja ára. Þegar þau náðu tólf ára aldri var líkamsþyndgarstuðull þeirra síðan reiknaður út.

Niðurstöðurnar sýna að þarmaflóra barna, þegar þau voru 10 daga, útskýrði 20 prósent af líkamsþyngdarstuðli þeirra við 12 ára aldur. Við tveggja ára aldur voru enn sterkari tengsl á milli samsetningar þarmaflórunnar og líkamsþyngdarstuðulsins þegar börnin voru 12 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Trump – „Ég veit meira en nokkur annar um Suður-Kóreu“ Síðan kom staðleysan

Trump – „Ég veit meira en nokkur annar um Suður-Kóreu“ Síðan kom staðleysan
Pressan
Í gær

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Innbrot í banka eins og atriði úr kvikmynd

Innbrot í banka eins og atriði úr kvikmynd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Graðir Norðmenn kaupa kynlífsleikföng sem aldrei fyrr

Graðir Norðmenn kaupa kynlífsleikföng sem aldrei fyrr
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirvöld reyndu að hylma yfir COVID-19 smit á skíðastaðnum í Ischgl – „Ekki skýra fjölmiðlum frá þessu“

Yfirvöld reyndu að hylma yfir COVID-19 smit á skíðastaðnum í Ischgl – „Ekki skýra fjölmiðlum frá þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Datt inni á baðherbergi og var fluttur á sjúkrahús – Það varð honum að bana

Datt inni á baðherbergi og var fluttur á sjúkrahús – Það varð honum að bana