fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Sakfelld fyrir að hafa hulið andlit sitt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. september 2019 21:30

Konur í niqab. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í ágúst á síðasta ári hefur verið óheimilt að hylja andlit sitt á almannafæri í Danmörku. Lögunum er ætlað að ná til múslímskra kvenna sem hylja andlit sitt með niqab eða búrku. Lögreglan hefur kært 39 fyrir meint brot gegn lögunum og nú er fyrsti dómurinn fallinn.

Hann féll í undirrétti í Álaborg. Þar var kona ákærð fyrir að hafa brotið fjórum sinnum gegn lögunum. Hún hafði meðal annars hulið andlit sitt með niqab þegar hún mætti á fyrsta skóladag barns síns.

Sekt við brotum sem þessum er 500 danskar krónur og hélt dómstóllinn sig við þá upphæð og sektaði konuna um 2.000 krónur fyrir þessi fjögur brot. Lögreglan taldi hana hafa brotið sex sinnum gegn lögunum en sjálf taldi hún sig hafa brotið gegn þeim einu sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru