fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Donald Trump lagði til að kjarnorkusprengjur yrðu notaðar gegn fellibyljum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 26. ágúst 2019 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að kjarnorkusprengjur yrðu notaðar til að draga úr þeirri miklu hættu sem getur myndast þegar fellibyljir ganga á land.

Þetta kemur fram í umfjöllun Axios sem hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum.

Trump er sagður hafa viðrað þessa hugmynd oftar en einu sinni og hvatt þá sem fara með þjóðaröryggismál að skoða þennan möguleika vandlega. Er Trump sagður hafa viljað varpa sprengju í miðju fellibylsins með það fyrir augum að hreinlega splundra honum.

Í umfjöllun Axios kemur fram að þessi hugmynd sé ekki ný af nálinni og hún hafi raunar fyrst komið fram í forsetatíð Dwights Eisenhower á sjötta áratug tuttugustu aldar.

Þessi hugmynd þykir býsna stórkarlaleg en þess utan er engin fullvissa um að aðgerð sem þessi myndi skila tilætluðum árangri. Í umfjöllun Axios er einnig bent á þau miklu umhverfisáhrif sem kjarnorkuvopn hafa. Afleiðingarnar yrðu aukin geislun sem myndi hafa mikil og varanleg áhrif, til dæmis á lífríki sjávar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru