fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Skaut ísbjörn – Á eins árs fangelsi yfir höfði sér

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 19:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samhliða loftslagsbreytingunum og hlýnandi loftslagi leita sífellt fleiri ísbirnir inn í bæinn Kaktovik í norðurhluta Alaska í Bandaríkjunum. Chris Gordon, sem býr í bænum, hefur nú verið ákærður fyrir að hafa skotið ísbjörn og drepið í bænum. Þetta er óheimilt samkvæmt bandarískum lögum og á Gordin allt að eins árs fangelsi yfir höfði sér og 100.000 dollara sekt.

Gordon skaut ísbjörninn fyrir utan húsið sitt og lét hræ hans liggja þar í fimm mánuði að sögn saksóknara sem segir að Gordon hafi einnig skilið hvalkjöt eftir fyrir utan hús sitt um langa hríð og hafi það laðað ísbirni að.

Gordon, sem er 35 ára, hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. Hann á að mæta fyrir dóm í Fairbanks í ágúst.

Samkvæmt bandarískum alríkislögum er heimilt að drepa ísbirni í sjálfsvörn en Gordon tilkynnti ekki um drápið eins og skylda er að gera. Þá mega þeir sem eru fæddir í Alaska drepa ísbirni til að viðhalda „lífsstíl“ sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru