fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Heimildarmyndar um Michael Schumacher beðið með eftirvæntingu

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 13. maí 2019 14:30

Michael Schumacher.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona og faðir þýska ökuþórsins Michael Schumacher munu opna sig í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd verður á næstunni. Sýnishorn úr myndinni verður sýnt á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem hefst í þessari viku.

Schumacher hlaut alvarlega höfuðáverka í skíðaslysi í desember 2013 og var honum haldið sofandi mánuðum saman eftir slysið. Lítið hefur frést af Schumacher eftir slysið og hefur fjölskyldan lítið sem ekkert viljað tjá sig um heilsu hans eða líðan.

Myndin, sem heitir einfaldlega Schumacher, mun væntanlega koma í kvikmyndahús í desember næstkomandi og er myndin gerð í samvinnu við eiginkonu Michaels, Corinnu, og föður hans. Þau eru bæði sögð munu koma fram í myndinni.

Í myndinni verður farið yfir magnaðan feril Michaels sem er margfaldur heimsmeistari í Formúlu 1. Ekki þykir loku fyrir það skotið að einhverju ljósi verði varpað á hið hræðilega slys árið 2013 en Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan. Ljóst er að margir bíða myndarinnar með eftirvæntingu, ekki síst aðdáendur ökuþórsins sem eru fjölmargir.

Michael passaði ávallt vel upp á að halda einkalífi sínu fyrir utan sviðsljós fjölmiðla og ákvað eiginkona hans, Corinna, að virða þá ósk eiginmannsins eftir slysið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga