fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Þetta eru bestu áfangastaðir heims: Evrópskar borgir í efstu sætunum

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 26. mars 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TripAdvisor hefur útnefnt bestu áfangastaði heims fyrir árið 2019. Ferðavefurinn stendur á hverju ári fyrir verðlaunum fyrir bestu áfangastaðina, Travellers‘ Choice Awards, en niðurstöðurnar byggja á umsögnum notenda vefjarins.

Það er skemmst frá því að segja að London var í efsta sæti á listanum að þessu sinni, en hún var í öðru sæti í fyrra. London er einkar vinsæl meðal ferðalanga enda hægt að hafa margt fyrir stafni í þessari fjölmennu og fallegu borg. París, höfuðborg Frakklands, var í öðru sæti og Róm, höfuðborg Ítalíu, í þriðja sætinu. Í fjórða og fimmta sæti komu annars vegar gríska eyjan Krít og hins vegar Balí í Indónesíu.

Í umsögn TripAdvisor um London kemur fram að brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle hafi aukið áhuga ferðalanga á borginni til muna. Konunglegar skoðunarferðir, ef svo má segja, njóti vaxandi vinsælda meðal ferðalanga. Þá njóti borgin góðs af merkilegri menningarsögu, góðum veitingahúsum og fyrsta flokks verslunum og næturlífi.

Athygli vekur að stórborgin New York, sem í gegnum tíðina hefur verið hátt skrifuð hjá ferðalöngum, féll niður um þrjú sæti á listanum frá því í fyrra. Borgin er nú í 13. Sæti en meðal áfangastaða sem eru hærra skrifaðir hjá notendum TripAdvisor má nefna Phuket, Barcelona, Istanbul, Marrakech, Dubai, Prag og Siem Reap í Kambódíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum