fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Eldfim bók um Páfagarð – Skýrir frá því sem fer fram í afkimum og skúmaskotum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 06:59

Páfagarður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er nýlokið fjögurra daga ráðstefnu sem Frans páfi stóð fyrir ráðstefnu í Páfagarði um kynferðislega  innan kaþólsku kirkjunnar. Fundurinn hófst fyrir helgi en á upphafsdegi hans kom út bók, sem hefur verið sögð eldfim, um það sem gerist í skúmaskotum og afkimum páfagarðs.

Það er Frédéric Martel sem skrifaði bókina sem er mikil lesning en hún er 576 blaðsíður og heitir „In the Closet of the Vatican“. Í henni setur hann fram fullyrðingar um að það sé frekar regla en undantekning að prestar kaþólsku kirkjunnar séu samkynhneigðir. Martel heldur því fram að 80 prósent prestanna séu samkynhneigðir. Þetta segir hann ástæðuna fyrir því að þeir séu fúsir til að halda verndarhendi yfir hver öðrum þegar kynferðislegt ofbeldi kemur upp á borðið.

Alþjóðlegir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um bókina enda kom hún út samtímis í 20 löndum á átta tungumálum. Martel, sem er sjálfur samkynhneigður, segir að niðurstöður sínar byggi hann á samtölum við 1.500 manns, þar af 41 kardinála, 52 biskupa, 45 diplómata, 11 úr svissnesku lífvarðarsveit páfagarðs og rúmlega 200 presta.

Bloomberg segir að í bókinni sé hulunni svipt af brotum á skírlífi, kvenhatri og samsæri gegn Frans páfa. Einn af veikleikum bókarinnar þykir þó að hún er byggð á rannsóknum en einnig sé hún byggð á sögusögnum. Þessi blanda geri að verkum að erfitt sé að greina á milli staðreynda og skáldskapar.

Frans Páfi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

National Catholic Reporter birti útdrátt úr bókinn í síðustu viku þar sem segir að með lágum rómi hafi prestar hvíslað að Martel hvað sé á seyði í leynilegum herbergjum Páfagarðs.

„Vandinn er að ef þú segir sannleikann um það sem fer fram í leyni og þau sérstöku vináttubönd sem eru á milli fólks í Páfagarði þá mun enginn trúa þér. Þeir munu segja að þetta sé lygi því sannleikurinn er ótrúlegri en lygi.“

Hefur Martel eftir munki sem hefur búið í Páfagarði í rúmlega 30 ár.

Því hefur verið velt upp hvort munkurinn og aðrir heimildamenn Martel hafi vitað að hann er blaðamaður og rithfundur þegar þeir ræddu við hann. Martel segir að í þau fjögur ár sem hann sinnti rannsóknarvinnu vegna bókarinnar hafi hann aldrei skýrt frá því að hann væri blaðamaður og rithöfundur. Heimildamenn hans hafi einfaldlega getað gúglað og komist að þessu.

„50 shades of Gay“

Martel gefur sterklega í skyn í bókinni að þeir kardinálar, sem stóðu á svölunum við Péturskirkjuna og tilkynnt um útnefningu nýs páfa eigi sér það sameiginlega leyndarmál að vera samkynhneigðir eða „50 shades of Gay“ eins og hann orðar það og vísar þar til erótísku bókarinnar „20 shades of Gray“.

Samkvæmt því sem fram kemur í bókinni er Páfagarður stærsta samfélag samkynhneigðra presta í heiminum. Prestar sverja kirkju, sem segir samkynhneigð vera synd, hollustu sína en búa samtímis með „mökum“ sínum undir því yfirskyni að þeir séu aðstoðarmenn, bílstjórar, lífverðir eða eitthvað allt annað.

Umrædd bók.

Martel segir að í öllum þeim hneykslismálum sem hafa skekið Páfagarð á undanförnum árum, og urðu meðal annars til að Benedikt XVI sagði af sér embætti sem páfi, megi alltaf finna tengingar við samkynhneigð.

Martel er ekki sá fyrsti sem tengir kaþólska presta við samkynhneigð. Fyrir fimm árum skýrðu tveir ítalskir blaðamenn frá því að Páfagarður hefði eignast byggingu sem hýsir stærsta gufubaðsklúbb Rómar fyrir samkynhneigða.

Blase Cupich, bandarískur kardináli, situr í nefndinni sem skipulagði ráðstefnuna í Róm. Hann sagði fyrir helgi að rannsóknir hafi sýnt að samkynhneigð sé ekki ástæðan fyrir þeim mörg þúsund kynferðisbrotum sem skýrt hefur verið frá innan kaþólsku kirkjunnar. Hann sagði ljóst að það væru samkynhneigðir prestar innan um en það væri ekki ástæðan fyrir kynferðisbrotunum. Hann sagði alveg ljóst að fordæma yrði slík brot, algjörlega óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluð samsæriskenning um kápu Melaniu Trump

Sturluð samsæriskenning um kápu Melaniu Trump
Fyrir 2 dögum

40 laxar veiðst í Brynjudalsá 

40 laxar veiðst í Brynjudalsá 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Typpamyndirnar sem fóru eins og eldur í sinu um heiminn – „Það er ekki svona stórt í rauninni“

Typpamyndirnar sem fóru eins og eldur í sinu um heiminn – „Það er ekki svona stórt í rauninni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íslamska ríkið á erfitt með að fá fólk til að fremja sjálfsvígsárásir – Hafa tekið nýja aðferð í notkun

Íslamska ríkið á erfitt með að fá fólk til að fremja sjálfsvígsárásir – Hafa tekið nýja aðferð í notkun