fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Lést eftir að vera neydd til að dvelja í kofa á meðan hún hafði á klæðum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 21:30

Dæmi um blæðingarkofa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Nepal er hefð fyrir því að konum og stúlkum sé útskúfað, tímabundið, úr samfélaginu á meðan þær eru á blæðingum.  Ung kona, Parwati Bogati, lést á dögunum eftir veru í svokölluðum blæðingakofa, en talið er að hún hafi kafnað eftir að kveikja eld í kofanum til að verma sér við.  Frá þessu er greint í Kathmandu Post.

Hefðin, sem kallast Chhaupadi, felst í því að konum sem hafa nýverið fætt barn eða eru á blæðingum er gert að yfirgefa heimili sín þar til blæðingunni líkur. Blæðandi konur eru taldar ósnertanlegar og óhreinar og talið að þær kalli ógæfu yfir fjölskylduna, fái þær að dvelja, blæðandi, á heimilum sínum. Yfirvöld í Nepal bönnuðu Chhaupadi árið 2005 og fylgdu því svo eftir árið 2017 þegar brot gegn banninu var gert refsivert. Þrátt fyrir þetta lifir hefðin enn góðu lífi og ekki þykir fátítt að konur verið fyrir árásum og láti jafnvel lífið á meðan þær dvelja í blæðingarkofum.

„Sama hvað þá leyfir samfélagið okkar ekki konum að sofa heima hjá sér á meðan á blæðingum stendur,“ sagði Laxmi, tengdamóðir Parwati, en það var hún sem kom að tengdadóttur sinni látinni.

Í janúar lét móðir ásamt tveimur börnum sínum lífið eftir veru í blæðingarkofa og í júní í fyrra lést táningur eftir að eiturslanga beit hana á meðan hún var í mánaðarlegri túr-útskúfun.

Íhaldssamt fólk í samfélögum í Nepal hefur ekki viljað láta af þessari háttsemi, þrátt fyrir að fangelsisvist og sektir liggi við broti gegn banninu. Þeir telja að guð verði reittur til reiði, snerti blæðandi kona karlmann, eða komi inn í eldhús og musteri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn