fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Krefjast þingkosninga eða nýrrar atkvæðagreiðslu um Brexit

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. janúar 2019 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Therese May, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú að komast ósködduð í gegnum sannkallað jarðsprengjusvæði. Hún hefur beðið hvern ósigurinn á fætur öðrum í breska þinginu og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, gerir nú harða hríð að May og krefst þingkosninga eða nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit ef ekki verður kosið til þings. Þingið kýs um útgöngusamning Breta og ESB á þriðjudaginn. Það er nánast öruggt að samningurinn verður felldur því mikill meirihluti þingmanna er á móti honum.

Hinir ýmsu hópar á þinginu hafa ýmsar ástæður til að hafna samningnum. Corbyn sagði á fréttamannafundi í gær að þegar búið verður að fella samninginn muni hann reyna að fá meirihluta á þingi til að leggja fram vantrausttillögu á ríkisstjórn May og þar með að boðað verði til kosninga.

Hann sagði að ef ríkisstjórnin getur ekki komið mikilvægasta frumvarpi sínu í gegnum þingið þá verði að boða til kosninga sem fyrst. Verkamannaflokkurinn sé ekki með nægan þingstyrk til að geta einn komið vantraustillögu í gegnum þingið þannig að þingmenn annarra flokka verði að greiða atkvæði með tillögunni og binda enda á ástandið.

Corbyn segist þess fullviss að Verkamannaflokkurinn geti náð betri samningi við ESB en viðurkennir að það krefjist þess að Brexit verði frestað en útgangan á að verða þann 29. mars næstkomandi.

Ef ekki tekst að knýja fram kosningar er varaáætlunin að knýja fram nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. BBC segir að vaxandi þrýstingur sé innan Verkamannaflokksins um að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“