fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

„Ég sé andlit hans enn fyrir mér“ – Sakaður um að hafa sett lim sinn upp að andliti konu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. september 2018 06:46

Brett Kavanaugh

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur kona, Deborah Ramirez, hefur stigið fram og sakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh var nýlega tilnefndur í embætti hæstaréttardómara af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og er mál hans nú til meðferðar hjá öldungadeildinni sem þarf að samþykkja tilnefningu hans. Fyrir nokkrum dögum skýrði Christine Ford, 53 ára háskólaprófessor, frá meintri nauðgunartilraun sem hún varð fyrir af hálfu Kavanaugh.

Samkvæmt því sem Ford segir reyndi Kavanaugh að nauðga henni þegar hún var 15 ára og hann 17 ára en þau voru þá í samkvæmi. Samkvæmt því sem Ramirez segir þá braut Kavanaugh gegn henni á níunda áratugnum þegar þau voru bæði stödd í samkvæmi í Yale háskólanum þar sem mikið var drukkið.

Í samtali við The New Yorker segir Ramirez sögu sína. Samkvæmt því sem þar kemur fram rak Kavanaugh getnaðarlim sinn upp að andliti hennar.

„Brett hló. Ég sé andlit hans enn fyrir mér og hann stóð eins og hann hefði nýlokið við að hífa buxurnar upp um sig.“

Segir hún í viðtalinu.

„Það var einn annar á ganginum sem hrópaði: „Brett Kavanaugh er nýbúinn að stinga typpinu í andlit Debbie.““

Segir hún um atburðinn sem hún segir hafa verið niðurlægjandi og hafi brotið gegn henni.

Kavanaugh vísar þessum fullyrðingum á bug og segir að þetta hafi aldrei gerst og segir að hér sé einfaldlega um óhróðursherferð gegn honum að ræða.

Allt stefndi í að Kavanaugh yrði útnefndur hæstaréttardómari og myndi þannig tryggja íhaldsöflum meirihluta í hæstarétti og það jafnvel næstu áratugina. En í kjölfar ásakana Ford virðast brestir vera komnir í glansmyndina af Kavanaugh. Hún mun bera vitni fyrir þingnefnd á fimmtudaginn. Lögmenn hennar segja að hún telji mikilvægt að þingmenn fái að heyra frásögn hennar milliliðalaust þrátt fyrir að henni hafi borist morðhótanir eftir að hún skýrði frá meintu ofbeldi Kavanaugh.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun