fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Fjórir létust í skotárás á sjúkrahúsi í Chicago

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 04:18

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir létust í skotárás á og við sjúkrahús í Chicago í gærkvöldi. Atburðarásin hófst fyrir utan sjúkrahúsið þar sem árásarmaðurinn skaut unnustu sína, sem var læknir á sjúkrahúsinu, til bana á bifreiðastæðinu. Bandarískir fjölmiðlar segja að þau hafi ætlað að gifta sig í október en hún hafi slegið því á frest í september.

Lögreglumenn umkringdu árásarmanninn á bifreiðastæðinu en hann náði þó að hlaupa inn á sjúkrahúsið þar sem hann skaut konu, starfsmann í apóteki sjúkrahússins, til bana. Hann skaut einnig lögreglumann til bana inni á sjúkrahúsinu. Samuel Jiminez var við skyldustörf þar þegar hann var skotinn. Hann hafði starfað sem lögreglumaður í tæp tvö ár og var þriggja barna faðir segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum í borginni.

Árásarmaðurinn var skotinn til bana inni á sjúkrahúsinu en ekki hafa enn borist upplýsingar um hvort það voru lögreglumenn sem skutu hann til bana eða hvort hann tók eigið líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun