fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Hún hefði betur sleppt því að hella þessu kóki niður – Myndband

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 14:45

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með tilkomu samfélagsmiðla styttist vegalengdin á milli neytenda og framleiðenda mikið og nú eru neytendur í mun betri aðstöðu en áður til að láta vita af óánægju sinni með eitthvað. Það getur reynst fyrirtækjum dýrkeypt að bregðast ekki við slíku á samfélagsmiðlum og því reka mörg sérstakar samfélagsmiðladeildir sem vakta samfélagsmiðla og reyna að takmarka skaðann sem getur hlotist af neikvæðri umfjöllun.

Dani Andres nýtti sér einmitt samfélagsmiðla til að koma óánægju sinni á framfæri nýverið þegar hún keypti sér dós af Diet Coke. Hún áttaði sig fljótt á að dósin var mun léttari en hún átti að vera og því greinilegt að minni vökvi var í henni en átti að vera. Til að staðfesta þetta tók hún upp á myndband þegar hún opnaði dósina og hellti lítilræðinu sem var í henni úr.

Skjáskot/Twitter

Hún birti myndbandið síðan á Twitter og kvartaði yfir breska útibúi Coca-Cola. Daily Mail skýrir frá þessu. En það sem hún áttaði sig ekki á var að með því að opna dósina og hella úr henni var hún að eyðileggja góða tekjumöguleika því lokaðar dósir af Coca-Cola, með litlu eða engu innihaldi, seljast fyrir háar fjárhæðir en margir safna slíkum dósum.

Á Ebay er hægt að finna slíkar dósir sem eru boðnar til sölu og hleypur verðið jafnvel upp í sem svarar til nokkurra milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn