fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

„Innkaupakerrumaðurinn“ er nýjasta þjóðhetja Ástrala – „Ég vildi bara gera eitthvað rétt í fyrsta sinn í lífinu“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 06:10

Rogers með innkaupakerruna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Rogers, sem er heimilislaus Ástrali á fimmtugsaldri, er hylltur sem hugrakkur maður og sagður vera sannkölluð þjóðhetja eftir vasklega framgöngu hans á föstudaginn. Þá sprengdi hryðjuverkamaðurinn Hassan Khalif Shire Ali bíl, fullan af gaskútum, í loft upp í miðborg Melbourne og réðst síðan að vegfarendum vopnaður hníf.

74 ára karlmaður lést í árásinni og tveir til viðbótar særðust.  Þegar lögreglumenn reyndu að stöðva Ali réðst hann að þeim með hníf á lofti og reyndi ítrekað að stinga þá. Rogers var staddur nærri og kom hann lögreglumönnunum til aðstoðar. Hann tók tóma innkaupakerru og reyndi ítrekað að aka henni á Ali.

Í samtali við dagblaðið The Age sagði hann að hann hafi „verið skyndiákvörðun“.

„Ég vildi bara hjálpa og gera eitthvað rétt í fyrsta sinn í lífinu.“

Sagði hann. Í samtali við Channel Seven lýsti hann atburðarásinni:

„Ég var búinn að sjá innkaupakerruna og sótti hana því og hljóp og ók henni á hann. Ég hitti hann en það dugði ekki til að fella hann til jarðar. Ég gerði þetta aftur og aftur en mér tókst bara ekki að koma honum niður á jörðina.“

Þetta gerðist í aðeins nokkurra metra fjarlægð frá brennandi bílnum. Vegfarendur tóku atburðarásina upp og hefur upptökunum verið deilt á samfélagsmiðlum og fljótlega fékk Rogers viðurnefnið „Innkaupakerrumaðurinn“.

Rogers hefur ekki alltaf verið réttu megin við lögin og sagði hann áströlskum fjölmiðlum að hann hann hafi verið inn og út úr fangelsum undanfarinn áratug og hafi barist við fíkniefnadjöfulinn. Hann er heimilislaus.

Góðhjartaðir samborgarar hans hafa því hafið fjársöfnun handa honum til að hægt sé að tryggja honum húsaskjól. Í gær höfðu safnast sem nemur um 10 milljónum íslenskum krónum.

Ali, sem var frá Sómalíu, var skotinn til bana af lögreglunni. Hann var þekktur hjá lögreglunni og leyniþjónustunni vegna tengsla hans við hryðjuverkasamtök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós