fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Voðaverk í Kaliforníu: Þrettán eru látnir og tólf slasaðir

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð á veitingastað í Kaliforníu. Árásin átti sér stað um miðnætti að bandarískum tíma en snemma í morgun að íslenskum tíma.

Byssumaðurinn fannst látinn inni á veitingastaðnum, en talið er að lögreglumönnum hafi tekist að skjóta hann til bana. Manninum tókst að skjóta minnst tólf manns til bana en á meðal þeirra sem létust er lögreglumaður. Tólf eru sagðir vera slasaðir.

Árásin átti sér stað í Thousand Oaks sem er næststærsta borgin í Ventura-sýslu í Kaliforníu. Undanfarin ár hefur borgin verið talin meðal þeirra öruggustu í Bandaríkjunum hvað glæpatíðni varðar.

Árásin átti sér stað á veitingastaðnum Borderline Bar & Grill en á þessari stundu liggja frekari upplýsingar um byssumanninn ekki fyrir.

Borderline Bar & Grill hefur notið nokkurra vinsælda meðal ungs fólks en í gærkvöldi var einmitt haldin samkoma fyrir menntaskólanemendur á staðnum. Barinn er skammt frá California Lutheran University og er talið að nemendur úr skólanum hafi verið á staðnum þegar árásin var framin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn