fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Veganistar líkja kjötneyslu við barnaníð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. október 2018 06:27

Michael Monberg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í hvaða eftirfarandi dæmum finnst þér í lagi að grípa inn í? Ég er barnaníðingur og það er ekkert að því. Ég lem börnin mín. Þetta gerum við í fjölskyldu minni og þetta kemur þér ekki við. Ég borða kjöt og ætla að halda því áfram því ég elska beikon. Þú sérð kannski ekki neitt sameiginlegt í þessum dæmum en rauði þráðurinn í þeim er að í þeim öllum eru fórnarlömb.“

Nauðganir og barnaníð eru glæpir og það sama gildir um að borða kjötbollur, kótilettur og hakkabuff. Þetta er megininntakið í boðskap sem stjórnmálaflokkur danskra veganista setti nýlega fram á Facebooksíðu sinni. Þar var kjötát borið saman við barnaníð og annað ofbeldi gegn börnum eins og kemur fram í inngangi þessarar fréttar. Með þessu er flokkurinn að færa rök fyrir að kjötneysla sé í raun óviðeigandi og röng, eins og barnaníð.

„Við heyrum oft þá skoðun að af því að einhver vill gera þetta, borða kjöt, þá eigum við ekki að skipta okkur af því. En siðferði er ekki huglægt og bæði barnaníð og kjötát er siðferðislega rangt.“

Sagði Michael Monberg, einn stofnanda flokksins, í samtali við BT. Hann viðurkenndi að það væri „á brúninni“ að nota barnaníð til samanburðar en til að beina sjónum fólks að kjötáti, sem flokkurinn telur óviðurkvæmilegt, sé réttlætanlegt að bera það saman við barnaníð.

„Veganflokkurinn er lítilmagninn núna. Við berjumst fyrir málstað þeirra sem mega sín allra minnst, dýranna. Þegar maður berst fyrir slíkan málstað, þar sem maður er langt að baki öðrum, verður maður stundum að nota orð sem vekja athygli fólks. Ég held að þetta sé samanburður sem fær kannski einhverja til að hugsa sig um.“

Sagði Monberg og lagði áherslu á að flokkurinn vilji ekki jafna barnaníði við kjötát.

„Við segjum ekki að það að borða kjöt sé það sama og að stunda barnaníð. Það er ekki það sem við viljum segja. En í báðum tilfellum er fórnarlamb.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn