fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Kötturinn er númer eitt – Ótrúlegur milljarðaiðnaður í tengslum við gæludýrin okkar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. október 2018 09:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iðnaður, tengdur gæludýrum, er stór og umsvifamikill í Evrópu. Um 100.000 manns starfa við framleiðslu á dýrafóðri í 200 verksmiðjum í Evrópu. Þessar verksmiðjur framleiða 8,5 milljónir tonna af gæludýrafóðri á ári og er verðmætið sem nemur um 2.600 milljörðum íslenskra króna.

Þetta kemur fram í tölum frá Fediaf sem eru samtök evrópskra gæludýrafóðursframleiðenda. Auk fóðursins kaupa Evrópubúar ýmsan búnað og þjónustu fyrir gæludýrin fyrir sem nemur um 2.200 milljörðum íslenskra króna á ári. Áætlað er að á 80 milljónum evrópskra heimila séu gæludýr og eru kettir vinsælasta gæludýrið.

Einn köttur, hið minnsta, er á fjórðungi evrópskra heimila. Á fimmta hverja evrópska heimili er einn hundur hið minnsta.

Rúmenar eru hlutfallslega með flesta hunda og ketti miðað við mannfjölda. Þar eiga 46 prósent heimila hunda og 47 prósent ketti. í Tyrklandi er gæludýraástin aðeins minni en þar eru hundar á um 6 prósentum heimila og kettir á 10 prósentum heimila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Í gær

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm